Fara í efni

Íþróttaakademía Keilis brautskráir 47 þjálfara

ÍAK einkaþjálfarar 2017. Mynd: Oddgeir Karlsson
ÍAK einkaþjálfarar 2017. Mynd: Oddgeir Karlsson
Keilir útskrifaði 115 nemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 9. júní, þar af alls 65 úr Íþróttaakademíu Keilis.
 
Samtals útskrifuðust 33 ÍAK einkaþjálfarar og 14 ÍAK styrktarþjálfarar. Með útskriftinni hafa yfir 600 einstaklingar lokið þjálfaranámi frá Keili. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp. Aldís Hilmarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,75 í meðaleinkunn og Þorgrímur Þórarinsson fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK styrktarþjálfun með 9,01 í meðaleinkunn. Þau fengu bæði TRX bönd frá Hreysti og gjafabréf frá Under Armour. Heiðar Kristinn Rúnarsson nemandi í styrktarþjálfun flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis. 
 
Þá brautskráðust 18 nemendur úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Íþróttaakademíu Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Sharman Learie, umsjónarmaður TRU Adventure Studies, flutti ávarp og Erik Stevensson hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 8,95 í meðaleinkunn. Fékk hann gjöf frá GG sjósport. Námið hefur vakið athygli bæði meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 63 nemendur útskrifast á fjórum árum meðal annars frá Kanada, Noregi og Spáni, auk Íslands. Næsta haust bætast enn fleiri þjóðir í þennan hóp, þar sem meðal annars tveir nemendur frá Grænlandi og einn frá Chile munu hefja nám við skólann.
 
Myndir frá útskrift Keilis 9. júní 2017 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)