Fara í efni

Hefur þú brennandi áhuga á heilsurækt og næringu?

Heilsuskólinn stendur fyrir nýju námskeiði fyrir fólk sem hefur brennandi áhuga á heilsurækt og næringu. Hér er komið frábært tækifæri fyrir þá sem þyrstir í meiri fróðleik.  Fræðin sem notast er við eru þau sömu sem kennd eru í ÍAK einkaþjálfunarnáminu og er góður undirbúningur fyrir þá sem sem stefna á nám í ÍAK einkaþjálfun.

Heilsuskólinn stendur fyrir nýju námskeiði fyrir fólk sem hefur brennandi áhuga á heilsurækt og næringu. Hér er komið frábært tækifæri fyrir þá sem þyrstir í meiri fróðleik.  Fræðin sem notast er við eru þau sömu sem kennd eru í ÍAK einkaþjálfunarnáminu og er góður undirbúningur fyrir þá sem sem stefna á nám í ÍAK einkaþjálfun.

Eins og heiti námskeiðsins, Heilsuskólinn, ber með sér, er hér ekki um enn eitt átaksnámskeiðið að ræða heldur er markmiðið að kenna vísindaleg fræði á bakvið þjálfun, næringu og heilsurækt. Að námskeiðinu loknu skulu þátttakendur hafa öðlast þekkingu og færni til að þjálfa sig sjálf, þekkja næringarefnin, muninn á góðu og slæmu matarræði, geta þjálfað sig sjálf og gert breytingar á æfingakerfi sínu, vita hvað gerist í líkamanum við styrktarþjálfun og þolþjálfun, kunna að setja sér markmið og þekkja hvernig hugurinn getur hjálpað við þjálfun. Við höfum fengið til liðs við okkur m.a. þau Kristján Ómar Björnsson ÍAK einkaþjálfara, Ásthildi Björnsdóttur ÍAK einkaþjálfara, Sonju Sif Jóhannsdóttur M.Sc. í íþrótta- og heilsufræðum og Gunnar Geir Markússon M.Sc. í næringarfræði og Crossfit Level 1 þjálfari.

Nánar um námskeiðið