Fara í efni

Grein á mbl um Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Eftirfarandi grein birtist á mbl.is þann 26. júní 2014. Hægt er að nálgast fréttina hér.

Fyrsta braut­skrán­ing nem­enda í leiðsög­u­námi í æv­in­týra­ferðamennsku á veg­um Keil­is og Thomp­son Ri­vers Uni­versity í Kan­ada var í síðustu viku. Er þetta jafn­framt í fyrsta skipti sem Keil­ir braut­skrá­ir nem­end­ur á veg­um er­lends há­skóla. All­ir nem­end­urn­ir höfðu starfstil­boð í hönd­un­um að nám­inu loknu.

?Ég er meira en sátt­ur, ég er hissa hvað þetta gekk vel. Þegar maður byrj­ar með eitt­hvað nýtt á maður von á því að ein­hverj­ar þúfur velti manni en við rétt svona hrist­umst, það var ekki mikið meira en það,? seg­ir Arn­ar Haf­steins­son, for­stöðumaður Íþrótta­aka­demíu Keil­is. 

Alls út­skrifuðust 13 nem­end­ur nám­inu, en þeir hafa all­ir fengið starf í kjöl­far náms­ins. ?All­ir nem­end­urn­ir voru komn­ir með at­vinnu­til­boð í mars, en síðasta kúrs­in­um lauk í byrj­un maí. Það mætti því segja að markaður­inn bíði hungraður eft­ir að fá þetta fólk til sín,? seg­ir Arn­ar. Tveir nem­end­anna fengu at­vinnu­til­boð er­lend­is frá, frá Spáni og Englandi, en aðrir munu starfa hér á landi.

Aðsókn eykst í takt við at­vinnu­tæki­færi

Arn­ar seg­ir að næsta haust muni Keil­ir fjölga nem­end­um upp í 20 tals­ins, en 16 nem­end­ur hófu nám síðastliðið haust. Nú þegar hef­ur tölu­verður fjöldi um­sókna borist, en hluti þeirra er er­lend­is frá.

Námið er kennt á ensku og seg­ir Arn­ar það víðáttu­mikið. ?Við miðum námið að markaðnum í heild en bind­um okk­ur ekki við Ísland. Þú lær­ir þó flest það sem er í boði á Íslandi og ferð í klettaklif­ur, á raft­bát, kaj­ak, geng­ur há­lendið, klifr­ar í ís og skipu­legg­ur ferðir. Helm­ing­ur ein­ing­anna er í bók­legu námi og helm­ing­ur ein­ing­anna er í verk­leg­um áföng­um.?

Námið er í sam­starfi við Thomp­son Ri­vers Uni­versity há­skól­ann, en þar hef­ur námið verið kennt í 27 ár. Á Íslandi er fyrsti hluti náms­ins kennd­ur, sem er 60 ein­ing­ar eða fullt há­skóla­nám í eitt náms­ár. Ann­ar hluti náms­ins er einnig til 60 ein­inga og gef­ur diplóma­gráðu, og sá þriðji er sömu­leiðis 60 ein­ing­ar, en það er full bakka­lár­gráða.

Eins og stend­ur býður Keil­ir ein­ung­is upp á fyrsta árið en nem­end­ur hafa farið til Kan­ada til frek­ari sér­hæf­ing­ar. ?Við mun­um mjög lík­lega taka upp annað árið inn­an ör­fárra ára. Núna get­um við boðið nem­end­um upp á kynn­ingu á öðru ár­inu og hef­ur það verið gert í nám­inu hjá okk­ur. Þá hafa nem­end­ur strax eitt­hvað til þess að hugsa um og stefna að,? seg­ir Arn­ar.