Fara í efni

Fyrirlestur um sykur, koffín og fæðubótarefni með Dr. Jose Antonio

Jose Antonio verður með fyrirlestur 18. apríl
Jose Antonio verður með fyrirlestur 18. apríl

Jose Antonio PhD, einn þekktasti næringarfræðingur Bandaríkjanna heldur fyrirlestur um sykur, koffín og fæðubótarefni 18. apríl næstkomandi.

Fyrirlesturinn nefnist ?Sykur, koffín og fæðubótarefni ? Hið góða eða hið illa?? og fer fram í Fylkishöllinni í Árbæ 18. apríl kl. 10:00 - 14:00. Verð er einungis kr. 8.800 (kr. 5.280 fyrir ÍAK einkaþjálfara).

Næringarfræði er vinsælt umræðuefni á vinnustöðum og víðar þar sem fólk kemur saman, enda hafa flestir skoðun og áhuga á málum tengdum næringarfræðinni. Flest lærum við um næringarfræði í fjölmiðlum eða tökum við upplýsingum í samtölum manna á milli. En hvað er rétt og hvað er rangt í daglegri umræðu í þessum málum?

Jose Antonio er bandarískur íþróttanæringarfræðingur sem útskýrir fræðin á mannamáli og gerir það á sinn skemmtilega kaldhæðna hátt. Ef einhver getur útskýrt fyrir okkur hvort sykur sé hættulegt fíkniefni, koffín valdi hjartaáföllum eða hvort fæðubótarefni hafi þann eina tilgang að gera söluaðilana ríka, þá er það Jose. Einstakt tækifæri að fræðast um þessi hitamál frá einum þekktasta næringarfræðingi í Bandaríkjunum.

Jose Antonio er stofnandi og framkvæmdastjóri ISSN (International Society of Sports Nutrition). Hann er einnig aðstoðar prófessor í þjáflunar- og íþróttafræðum við Nova Southeastern háskólann í Flórída. Jose Antonio á Twitter.

Skráning á fyrirlesturinn