Fara í efni

Brautskráning nemenda í ævintýraferðamennsku

Íþróttaakademía Keilis og Thompson Rivers University í Kanada brautskráðu þrettán nemendur úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 8. júní síðastliðinn. Iain Stewart-Patterson, yfirkennari hjá Thompson Rivers University, flutti ávarp og Rajeev Ayer hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 9,12 í meðaleinkunn. Fékk hann gjöf frá GG sjósport. 
 
Vinsælt háskólanám í skemmtilegustu skólastofu landsins
 
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku hefur vakið athygli bæði meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 76 nemendur útskrifast á fimm árum meðal annars frá meðal annars frá Kanada, Grænlandi, Chile, Indlandi, Noregi og Spáni, auk Íslands. Boðið er upp á námið í nánu samstarfi við TRU í Kanada og útskrifast nemendur með alþjóðlega viðurkennt skírteini frá þeim (Adventure Sport Certificate). TRU er einn virtasti háskóli í heimi sem býður nám í ævintýraleiðsögn, en meðal útskrifaðra nemenda þeirra eru nokkrir íslenskir leiðsögumenn. 
 
Námið er grunnur að helstu þáttum ævintýraferðamennsku og hentar þeim sem vilja ynnast starfi ævintýraleiðsögumannsins, bæta við þekkingu sína á ævintýraferðamennsku eða skoða möguleikann á að gera ævintýraleiðsögn að starfsframa. Þá hafa nemdur möguleika á að meta einingar námsins í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku. Nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám í ævintýraferðamennsku innan TRU, geta farið beint inn í eftirfarandi nám: Adventure Guide Diploma, Adventure Management Diploma eða í fullt nám til BS gráðu í Adventure of Tourism Management.
 
Myndir frá útskrift Keilis 8. júní 2018 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)