Fara í efni

Arnar Sigurjónsson er styrktarþjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta

ÍAK einkaþjálfaranámið er hagnýtt fyrir alla þá sem vilja bæta við þekkingu sína í líkamsrækt, þjálfun og heilbrigðum lífstíl. Hægt er að stunda námið samhliða öðru starfi sem mér þótti mikill kostur.

Það sem mér fannst standa upp úr sem helstu gæði námsins er að það er byggt upp með grunni úr sjúkraþjálfunarfræðum. Það er lykilatriði fyrir alla einkaþjálfara að skilja hreyfiferla og virkni vöðvanna í líkamanum, áður en farið er að ráðleggja fólki hvernig það á að beita sér.

Hverju námskeiði er stjórnað af sérfræðingi í sínu fagi sem leggja metnað í að miðla sinni þekkingu til þín. Ég hafði oft samband við kennara utan kennslustunda í þeim fögum sem ég hafði mestan áhuga á og þeir gáfu sér alltaf tíma til að svara manni.

Ég mæli með náminu fyrir alla þá sem hyggjast leggja fyrir sig einkaþjálfun, hvort sem það er fyrir íþróttafólk eða almenning. Með því að ljúka náminu og öðlast gráðuna þá muntu njóta ákveðinnar viðurkenningar innan stéttarinnar sem mun fleyta þér áfram í geiranum.

Arnar Sigurjónsson ÍAK einkaþjálfari frá 2016. Styrktarþjálfari A-landsliðs og U-20 landsliðs kvenna í körfubolta.