Fara í efni

Amma fyrirmyndin mín í þjálfun

Við hjá Heilsuskólanum tókum smá spjall á Einari Inga Kristjánssyni, 21. árs sem útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari vorið 2010 og sem ÍAK íþróttaþjálfari vorið 2011 og hefur náð að komast mjög langt sem þjálfari.

Við hjá Heilsuskólanum tókum smá spjall á Einari Inga Kristjánssyni, 21. árs sem útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari vorið 2010 og sem ÍAK íþróttaþjálfari vorið 2011 og hefur náð að komast mjög langt sem þjálfari.

Einar, hvar ertu staddur í lífinu í dag?

Í dag bý ég í Stavanger í Noregi og starfa sem einkaþjálfari hjá Elixia sem er líkamsræktarstöðvakeðja í Skandinavíu með 36 stöðvar í Noregi, 11 í Finnlandi, og 3 í Svíþjóð.
Ég flutti hingað út fyrir rúmum fjórum mánuðum og það hefur bara gengið einsog í sögu. Á hverju ári gerir Elixia könnun á einkaþjálfurum og lenti ég þar í 5. sæti yfir söluhæstu þjálfara Noregs og rétt missti af glæsilegum vinningum en 1-3 sæti gefur meðal annars ferðir erlendis á námskeið og fyrirlestra. (ég fékk reyndar TRX band í verðlaun)
Svo í janúar er ég líklega að fara takast á við mjög spennandi verkefni sem ég get reyndar ekki gefið upp að svo stöddu, þar sem að það á enn eftir að ganga frá