Fara í efni

Brúkrananámskeið

Brúkranar eru vinnuvélar í skráningarflokki C. Brúkrani er ekki réttindaskyld vinnuvél en mörg fyrirtæki vilja að starfsfólk fari á námskeið um slík tæki. Þetta eru stundum stórir kranar sem geta lyft yfir 200 tonnum.

Álver og flest orkufyrirtæki vilja að þeir sem vinna fyrir þá hafi farið á námskeið um brúkrana. U.þ.b. 200 manns frá Norðuráli hafa farið á brúkrananámskeið hjá Vinnuverndarskólanum.

Uppbygging

Brúkrananámskeið Vinnuverndarskólans fer alfarið fram í fjarnámi, nemendur horfa og hlusta á stutta fyrirlestra þegar þeir vilja. Það er ekkert lokapróf á námskeiðinu heldur taka nemendur jafnóðum próf eftir hvern hluta.

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta, fyrsti hluti fjallar um lög og reglur. Annar hluti fjallar um vinnuverndarstarf og forvarnir vegna vinnuslysa. Þriðji hluti fjallar um allar gerðir brúkrana, eðlisfræði, hífivír, ásláttarbúnað o.fl. Reikna má með að það taki 3-4 klst. að klára námskeiðið.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Það geta allir tekið þetta bóklega brúkrananámskeið en þeir sem vilja fá stimpil í vinnuvélaskírteinið sitt frá Vinnueftirlitinu verða að hafa vinnuvélaréttindi í einhverjum réttindaflokki vinnuvéla og þurfa að fara í verklegt próf hjá Vinnueftirlitinu.

  • Námskeiðið fer 100% fram í fjarnámi
  • Þú getur byrjað þegar þú vilt
  • Þú getur lært þegar þú vilt
  • Þú getur skoðað efnið eins oft og þú vilt
  • Þú færð þátttökuskírteini frá Vinnuverndarskóla Íslands

Dagsetningar

Hægt er að hefja námið hvenær sem er. Þátttakendur geta lagt stund á námið á sínum hraða og þannig hentar námskeiðið vel með vinnu.

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 14.900 kr. á mann. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi, fyrirlestrum og prófum.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið.

Skráning á námskeið