Fara í efni

Áhættumat

Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumats, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat (greining og mat) og áætlun um heilsuvernd (úrbætur).

Kennd er einföld og markviss aðferð „sex skref við gerð áhættumats“ sem byggist á notkun vinnuumhverfisvísa/gátlista.

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu/fjarnám. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins og svo eru unnin hópverkefni í gerð áhættumats.

Vegna kórónuveirufaraldursins er ekki unnt að kenna námskeið um áhættumat í hópavinnu eins og vaninn er. Því verður námskeiðið alfarið kennt í gagnvirku fjarnámi næstu misseri.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsmenn allra vinnustaða sem hafa hug á að gera áhættumat og þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum. 

Ávinningur

Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og eiga auðvelt með að gera áhættumat á vinnustaðnum sínum eftir námskeiðið.  

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í fjarfundi á Microsoft Teams

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett. 

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 19.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

Skráning á námskeið