Fara í efni

10 atriði til umhugsunar varðandi vinnu í hæð

Fall úr hæð er ein algengasta tegund vinnuslysa sem verða hérlendis, þau eru alvarleg og geta valdið varanlegum skaða eða dauða. En með því að huga að réttum atriðum má koma í veg fyrir öll fallslys.

Mikilvægt er að huga að fallvörnum við hönnun, skipulagi og undirbúning verks sem vinna á í hæð. Aðstæður og tímarammi verks skipta öllu máli við val á fallvörnum. Þekking er þó besta vörnin og því mjög mikilvægt að starfsfólk sem þarf að vinna í hæð fái ítarlega kennslu og þjálfun.

Áður en hafist er handa við vinnu í hæð er gott að spyrja sig eftirfarandi spurninga:
  1. Er hægt að vinna þetta verk á jörðu niðri?
  2. Er undirlag vinnuaðstöðunnar traust?
  3. Er vinnupallurinn rétt uppsettur?
  4. Eru handlistar, hnjálistar og fótlistar á vinnupallinum?
  5. Hef ég viðeigandi þekkingu og reynslu til þess að setja upp vinnupall eða þarf ég aðstoð?
  6. Er tækið með skoðun í gildi og sá sem stýrir því viðeigandi vinnuvélaréttindi?
  7. Er stiginn merktur EN 131 og gerður fyrir að minnsta kosti 150 kg.?
  8. Er hann vel festur og nær hann 1 metra upp fyrir brún?
  9. Er notaður viðurkenndur, EN merktur fallvarnarbúnaður?
  10. Hafa starfsmenn fengið viðeigandi fræðslu og þjálfun um notkun fallvarnarbúnaðar?
Á fjarnámskeiði um vinnu í hæð læra nemendur um fjölda leiða til þess að koma í veg fyrir fall. Þar á meðal frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana o.fl. Þá er tekið til umfjöllunar reglugerð um röraverkpalla, en hægt er að fá námskeiðið metið sem hluta af námskeiði um röraverkpalla. Næsta námskeið um vinnu í hæð verður haldið 9. mars.