Einelti og áreitni, stefna og viðbragðsáætlun

Hvað er einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi? Fjallað verður um hvað vinnustaðir geti gert til að minnka líkur á einelti og áreitni? Einnig verður fjallað um mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum, komi þau upp.

Talað verður um helstu skyldur vinnustaða við gerð sálfélagslegs áhættumats. Gert verður verkefni um „stefnu og viðbragðsáætlun“ vegna eineltis og áreitni. 

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins svo eru unnin hópverkefni

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsfólk meðalstórra og stærri fyrirtækja (a.m.k. 10 starfsmenn og fleiri) en allir sem hafa áhuga á efninu eru velkomnir.

Ávinningur

Meiri þekking á einelti og áreitni og tengslum þess við vinnuumhverfi og vinnuskipulag. Þekking á því hverning á að gera stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni. 

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 10. mars 2020, kl. 13 - 15 í Keili á Ásbrú.
  • Miðvikudaginn 18. mars 2020, kl. 13 - 15 í Rafmennt í Reykjavík.

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

Skráning á námskeið