Námsgjöld á Háskólabrú

Nám á Háskólabrú er sett upp samkvæmt reglum LÍN sem lánar sérstaklega fyrir námsgjöldum. Námið veitir einnig þeim sem uppfylla skilyrði rétt til framfærsluláns. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu LÍN. Þá hvetjum við umsækjendur að kanna rétt sinn hjá stéttarfélögum þar sem mörg þeirra aðstoða félagsmenn sína við greiðslu skólagjalda.
 

Námsgjöld í Háskólabrú 

Hver áfangi á Háskólabrú kostar kr. 22.500* hvort heldur sem er í fjarnámi og staðnámi. *Undanskilið áfangarnir: Nám og störf (kr. 7.500), Þýska 2 (kr. 18.750) og Þýska 3 (kr. 15.000). 

  • Fullt nám á félagsvísinda- og lagadeild er kr. 277.500
  • Fullt nám á viðskipta- og hagfræðideild: kr. 322.500
  • Fullt nám verkfræði- og raunvísindadeild: kr. 367.500
  • Fullt nám á hugvísindadeild: kr. 311.250

Staðfestingargjald kr. 75.000 er innifalið í námsgjöldum. Námsgjöld fyrir hverja önn eru reiknuð útfrá áætluðum einingarfjölda hvers nemanda. Ef þú tekur til dæmis færri áfanga á önn, lækka námsgjöldin sem því nemur. Athugið að ekki er farið af stað með námsbraut nema lágmarks fjöldi nemenda náist.

Reglur um námsgjöld

  1. Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
  2. Staðfestingargjald er óafturkræft, hætti nemandi við að hefja nám hjá Keili. Annars dregst það frá skólagjöldum fyrstu annar.
  3. Skóla- og efnisgjöld eru innheimt fyrir hverja önn sérstaklega eða heila námsleið, allt eftir eðli námsskipulags. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
  4. Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
  5. Skóla- og efnisgjöld eru óendurkræf, hafi nemandi hafið námið. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námslína hefst aftur og getur þá átt skóla- og efnisgjöld inni í allt að tvö ár.
  6. Gjöld skulu greidd með kröfu sem send er í heimabanka, hægt er að sjá reikninginn undir  "rafræn skjöl"  í viðkomandi heimabanka.