Umsókn um nám í Háskólabrú Keilis

Enn er hægt að sækja um nám á Háskólabrú Keilis á haustönn 2018. Mikill fjöldi umsókna hefur borist í námið og er reynt að vinna úr umsóknum um leið og þær berast. Við hvetjum áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst þannig að hægt verði að afgreiða fyrirspurnir áður en sumarleyfi hefst í næsta mánuði.

Hægt er að sækja um Háskólabrú Keilis í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu, auk alþjóðlegrar Háskólabrúar sem kennd er á ensku.

Um 1.700 nemendur hafa útskrifast af Háskólabrú Keilis

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Við veitum nemendum okkar persónulega þjónustu og reynum að efla sjálfstraust þeirra og sjálfstæði.

Við leggjum mikið uppúr því að nemendur okkar kynnist samnemendum sínum og helstu þáttum í skólastarfinu. Því er fyrsta vika í staðnámi og fyrsta vinnuhelgi í fjarnámi tileinkuð hópefli, hópavinnu og kynningu á þeirri vinnu sem framundan er.

Nánari upplýsingar um Háskólabrú


Tengt efni