Tilnefningar um framúrskarandi kennara 2018

Hrafnhildur Jóhannesdóttir, kennari á Háskólabrú Keilis, hlaut viðurkenningu árið 2014
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, kennari á Háskólabrú Keilis, hlaut viðurkenningu árið 2014
Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um framúrskarandi kennara. Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á einstaklinga og samfélag. Niðurstöður átaksins verða kynntar í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 6. júní næstkomandi.
 
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, sem var þá stærðfræðikennari á Háskólabrú Keilis, var ein af þeim sem hlutu þessa viðurkenningu árið 2014 (frétt).
 
Við hvetjum landsmenn til að taka þátt í þessu átaki, tilgreina eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Hægt er að tilnefna kennara á öllum skólastigum bæði núverandi og fyrrverandi kennara. Vertu með og tilnefndu þinn eftirlætis kennara.


Hægt er að senda inn tilnefningar og fræðast nánar um átakið á: hafduahrif.is 


Tengt efni