Opið fyrir umsóknir í fjarnám Háskólabrúar Keilis

Við höfum opnað fyrir umsóknir í fjarnám Háskólabrúar Keilis. Skólasetning verður fimmtudaginn 9. janúar 2020 og fyrsta staðlota í náminu strax helgina á eftir.

Boðið er upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til eins eða tveggja ára, en tveggja ára námið er hentugur fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranámið á lengri tíma.

Háskólabrú Keilis er eftirsóttasta frumgreinanám á Íslandi og hafa nú rétt tæplega 2.000 nemendur útskrifast frá fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið 2008. Af þeim hafa lang flestir haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis. Háskólabrú Keilis gildir til inngöngu í allar deildir Háskóla Íslands, sem og í flestar deildir háskóla bæði hérlendis og erlendis.