Nýtt nám: Háskólabrú með undirbúningsáföngum

Keilir og Háskóli Íslands bjóða í sumar upp á nýtt tækifæri fyrir nemendur sem hyggja á háskólanám en vantar tilskilinn undirbúning eða vilja styrkja sig í ákveðnum námsþáttum:

Háskólabrú með undirbúningsáföngum

Í Háskólabrú með undirbúningi getur þú tekið þá áfanga sem þig vantar til að uppfylla inntökuskilyrði á Háskólabrú Keilis í sumar.

Um er að ræða tímabundið úrræði fyrir þá sem vantar allt að 20 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám á Háskólabrú Keilis. Þannig er hægt að sækja undirbúningsáfanga í fjarnámi í sumar og hefja nám á Háskólabrú í framhaldinu.

Nemendur geta valið úr fjölda opinna framhaldsskólaáfanga á Hlaðborði Keilis og er hægt að taka 1-4 áfanga allt eftir því hversu margar einingar vantar upp á. Hægt er að skoða yfirlit yfir áfanga í boði hér.

Skráðu þig í Háskólabrú og byrjaðu að undirbúa þig fyrir námið strax í dag eða hafðu samband við okkur á haskolabru@keilir.net og við finnum réttu leiðina fyrir þig.


Tengt efni