Mötuneyti Keilis opnar á ný

Við höfum opnað nýtt mötuneyti í aðalbyggingu Keilis og verður hægt að kaupa hádegismat frá og með 1. febrúar. 

Í Salnum í aðalbyggingunni er rekin matsalan Kaffi Keilir sem er opin alla virka daga kl. 8:45 til 13:30.

Í Kaffi Keili er hægt að kaupa kaffi, samlokur og skyrvörur. Áhersla er lögð á hollan og góðan hádegismat með súpu, salatbar og heimabökuðu brauði. Einnig er hægt að kaupa heitar máltíðir og morgunverð fyrir árrisula nemendur og starfsfólk Keilis. Hægt verður að kaupa matarmiða eða greiða fyrir staka máltíð á staðnum.

Í matsalnum er einnig örbylgjuofn og samlokugrill sem nemendur geta nýtt fyrir nesti að heiman. Kaffibolla og önnur áhöld sem farið er með úr matsalnum þarf að skila þangað aftur. Vinsamlegast skiljið kaffibolla ekki eftir á göngum skólans og athugið að engar kaffikönnur eru leyfðar í skólastofum.

Ruben Cipriano sér um Kaffi Keili.


Tengt efni