Kynningar á námsframboði Keilis

Keilir býður upp á röð kynningarfunda á landsbyggðinni í apríl.

Keilir hefur útskrifað rúmlega þrjú þúsund nemendur síðan stofnun skólans árið 2007. Skólinn er lítill og sérhæfður, með áherslu á nánd við nemendur og persónulega þjónustu. Hjá Keili er mikið lagt upp úr nútímalegum og fjölbreyttum kennsluháttum, bæði í fjarnámi og staðnámi. Einnig að nemendum sé skapað traust og gott námsumhverfi.

Námskynningarnar fara fram á eftirfarandi stöðun:

 • Miðvikudaginn 4. apríl, kl. 12 - 13 í VISKU - Fræðslu- og símenntunarmiðstöðinni í Vestmannaeyjum
 • Mánudaginn 9. apríl, kl. 17 - 18 í Símenntunarmiðstöð Vesturlands á Akranesi
 • Mánudaginn 9. apríl, kl. 20 - 21 í Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Borgarnesi
 • Þriðjudaginn 10. apríl, kl. 12 - 13 í Farskólanum á Sauðárkróki
 • Miðvikudaginn 11. apríl, kl. 17 - 18 í Hótel Kea á Akureyri
 • Fimmtudaginn 12. apríl, kl. 17 - 18 í Austurbrú á Egilsstöðum
 • Föstudaginn 13. apríl, kl. 12 - 13 í Austurbrú á Reyðarfirði

Áhersla verður á fjarnám Háskólabrúar bæði með og án vinnu en auk þess verður hægt að fræðast um annað námsframboð skólans svo sem:

 • Háskólabrú í stað- og fjarnámi bæði með og án vinnu
 • Atvinnuflugmannsnám
 • Flugvirkjanám (fimm annir)
 • Einka- og styrktarþjálfaranám (fjarnám og staðlotur)
 • Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (átta mánaða háskólanám)
 • Fótaaðgerðafræði (fjarnám og staðlotur)
 • Tæknifræðinám Háskóla Íslands til BS prófs (hægt að taka hluta í fjarnámi)

Kynntu þér fjölbreytt nám í framsæknum skóla. Veitingar í boði. Allir velkomnir.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér


Tengt efni