Keilir 10 ára afmælisár

Keilir hóf starfsemi 4. maí 2007 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári, en samtals hafa 2.799 aðilar útskrifast úr deildum skólans á þessum tíma.

Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda sem hafa stundað nám í Keili og birt á heimasíðunni www.keilir.net/10ara.

Fram að afmæli skólans í maí munu vikulega bætast við sögur og kynningar á útskrifuðum nemendum Keilis á þessari vefsíðu. Fylgist með okkur þar. Ef þú vilt deila með okkur þinni eigin sögu eða hvað þú ert að gera í dag hafðu samband við okkur á keilir10@keilir.net


Tengt efni