Aðstaða til náms

 
Kennsla á Háskólabrú fer fram í nýrri aðalbyggingu Keilis á Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Byggingin hýsir flestar kennslustofur, rannsóknaraðstöðu, stoðþjónustu og skrifstofur. Þar er einnig að finna lesrými, hópvinnuherbergi, kaffistofur og veitingasölu, auk þess sem viðburðir og uppákomur eru reglulega á dagskrá.
 
Aðalbygging Keilis er opin nemendum frá morgni til kvölds.
 

Námsumhverfi

Í Keili er lagður mikill metnaður í að skapa framúrskarandi námsumhverfi fyrir allt nám skólans sem er bæði sérhæft og fjölbreytilegt. Í skólanum eru fyrirlestrarsalir og hópvinnuherbergi, fyrsta flokks tilrauna- og rannsóknaraðstaða, ný og glæsileg verkleg kennsluaðstaða hjá Flugakademíu og fullkomlega tækjum búinn kennslusalur fyrir þjálfun og íþróttaiðkun.