Algengar spurningar um fjarnám með vinnu á Háskólabrú

Hér má finna algengar spurningar sem eiga sérstaklega við um fjarnám með vinnu. Hér má lesa algengar spurningar um fjarnám almennt, hér eru almennar upplýsingar um námið og hér er samsetning þess.

  • Er námsleiðin lánshæf hjá LÍN?

    Þar sem nemendur ljúka færri einingum á önn en í hefðbundnu fjarnámi er námsleiðin ekki lánshæf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).

  • Get ég stundað námið þó að ég sé í fullri vinnu?

    Háskólabrú með vinnu er hannað fyrir þá sem vilja fara í Háskólabrú þrátt fyrir að vera í fastri vinnu. Þótt unnið sé á hálfum hraða má gera ráð fyrir miklu álagi fyrir nemendur sem eru í fullri vinnu. Þeir þurfa að geta tekið próf, sem oftast fara fram á fimmtudögum, og tekið þátt í staðlotum á föstudögum og laugardögum (sjá dagskrá skólaárs). Námið fer þó fram á hálfum hraða og hentar þessi valkostur því mörgum.

  • Þarf ég eitthvað að mæta?

    Allir nemendur þurfa að mæta í lokapróf og í staðotur. Þótt lokaprófin megi þreyta á viðurkenndum prófastöðum víða um heim og hægt sé að taka þátt í staðlotum í gegnum fjarfundarbúnað þurfa nemendur að vera lausir þessa daga (sjá dagskrá skólaárs).