Upplýsingar fyrir nýnema í fjarnámi

Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar verður fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 10.00 í aðalbyggingu Keilis, Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Mikilvægt að mæta með fartölvuna með sér. Hópefli hefst eftir skólasetningu og stendur til kl. 16:00 sama dag.

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema

Hægt er að nálgast almennar upplýsingar um aðstöðu, opnunartíma bygginga, þjónustu, íbúðir, samgöngur og umhverfið á Ásbrú, á síðu fyrir nýnema hjá Keili. Gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema
 

Fartölvur

Nemendur hafa fartölvur meðferðis á skólasetningu og vinnuhelgi með Office 2016. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac Office 2016. Athugið að Office pakkarnir fylgja með tölvupóstaðgangi skólans en nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar fyrir fyrstu vinnuhelgina. 
 

Námsráðgjafi

Námsráðgjafar eru til viðtals alla daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. Nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða þurfa að skila inn greiningargögnum til að fá sértæk úrræði, t.d. í prófum.
 

Handbækur nemenda

Hér má nálgast handbækur nemenda í Keili.