Margrét Kristín Pálsdóttir

Lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu

Margrét útskrifaðist af Háskólabrú árið 2008.

„Ég var í hópi fyrsta útskriftarárgangs Háskólabrúar Keilis 2008, þar sem lagður var ómetanlegur grunnur að frekari námi. Námið var í senn krefjandi og skemmtilegt og upp úr stóð það frábæra fólk sem við skólann starfaði sem og samnemendur mínir er margir hverjir teljast til minna bestu vina í dag. Eftir útskrift frá Keili lá leið mín í Háskólann í Reykjavík að nema lögfræði, þar sem ég kláraði BA-gráðu 2011 og ML-gráðu 2013. Fyrir og eftir útskrift hef ég starfað hjá innanríkisráðuneytinu sem lögfræðingur á sviði lögreglumála og í málefnum landamæra.“

 • Hjörtur Freyr Hjartarson

  Læknisfræði í Slóvakíu
 • Þorbjörg Guðmundsdóttir

  Lauk fjarnámi í Háskólabrú 2016
 • Víðir Pétursson

  Lauk fjarnámi í Háskólabrú 2016
 • Pétur Kári Olsen

  Lauk staðnámi í Háskólabrú 2016
 • Davíð Rósinkarsson

  Hönnuður hjá Porsche í Þýskalandi
 • Margrét Kristín Pálsdóttir

  Lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu
 • Nína M. Pálmadóttir

  Markaðsstjóri Hótel Selfoss
 • Lögfræðinemar í HR

  Frá Háskólabrú í lögfræðinám
 • Thelma Dögg Árnadóttir

  Þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands
 • Sigrún Elísabeth Arnardóttir

  BA nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri
 • Fida Abu Libdeh

  Framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland
 • Páll Valur Björnsson

  Kennari við Fisktækniskóla Íslands