Fida Abu Libdeh

Framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland

Fida lauk námi á Háskólabrú 2008 og Orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili 2012.

Fida Muhammed Abu Libdeh hóf nám í Háskólabrú á fyrsta starfsári Keilis árið 2007. Þar á eftir kláraði hún BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili sumarið 2012. Nú rekur hún, ásamt samnemanda úr tæknifræðinámi Keilis, sprotafyrirtækið GeoSilica Iceland sem vinnur kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum. 

Fida er frábært dæmi um manneskju sem nýtti sér til fullnustu nýtt tækifæri til náms og þá möguleika sem henni stóðu til boða.

  • Thomas Edwards

    Plant Engineer at Algalíf
  • Fida Abu Libdeh

    Framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland
  • Sigurður Örn Hreindal

    Stofnandi sprotafyrirtækisins Mekano