Davíð Rósinkarsson

Hönnuður hjá Porsche í Þýskalandi

Davíð útskrifaðist af Háskólabrú Keilis í byrjun árs 2014.

„Ég vinn sem 3D hönnuður hjá Porsche verksmiðjunum í Þýskalandi. Starfið felst í að vinna hliðrænt með hönnuðum þar sem ég er að skapa sjónræn þrívíð líkön frá tvívíðum skissum hönnuða og einnig vinn ég við að gera “reverse engenering” sem er að ég fæ í tölvutæku formi skannað leirmodel sem ég svo endurbyggi í hugbúnaði sem ég nota sem svo er sett í VR (Virtual Reality) ferli eða sýndarveruleika þar sem gerðar eru Photorealistic eða Nákvæmar myndrænar ljósmyndir eða myndbönd sem notaðar eru í auglýsingskyni eða til að sýna nákvæmt útlit bílsins áður en hann er smíðaður. Síðan en ekki síst er smíðað eftir þessum módelum.

Deildin sem ég vinn í kallast “Advanced Design” sem er sú deild sem hefur hvað best frjálsar hendur og erum við að gera tilraunir og hannanir á nyjum conceptum og framtýðarsýn fyrir Porsche A.G. 

Þá á ég einnig mitt eigið hönnunarfyrirtæki Órós þar er ég bæði að hanna og gera þrívíð model af mínum hönnunum. Það er aðalega notað fyrir snekkjuhönnun en þær eru eins misjafnar og þær eru margar og allt frá 20 metrum til < 200.

Það er alveg ljóst að ég einn get ekki hannað eina snekkju frá A til Ö á stuttum tíma en ég vinn í samstarfi við aðra. Til dæmis snekkja sem ég hannaði og var til sýnis á bátasýningu í Düsseldorf í þýskalandi snemma á síðasta ári var samstarf á milli þriggja aðila, Ég hannaði snekkjuna Þ.e.a.s. ég teiknaði hana, ég reyndar teiknaði margar útgáfur fyrir viðskiptavininn sem hann svo valdi úr það sem honum leist á, síðan þróaði ég þá hönnun áfram í samstarfi við hann þar til að hún var orðin eins fullkomin og hann óskaði.

Það þrívíða módel sem var gert fyrir þennan tiltekna viðskiptavin var svo t.d ekki gert af mér það var gert af öðrum sem ég svo studdi (suported). Hann gerði heildar módelið á meðan ég gerði smáatriðin og aukahlutina eins og akkeri, sólbekki, mastur, potta og legusvæði og margt fleira.“

 • Hjörtur Freyr Hjartarson

  Læknisfræði í Slóvakíu
 • Þorbjörg Guðmundsdóttir

  Lauk fjarnámi í Háskólabrú 2016
 • Víðir Pétursson

  Lauk fjarnámi í Háskólabrú 2016
 • Pétur Kári Olsen

  Lauk staðnámi í Háskólabrú 2016
 • Davíð Rósinkarsson

  Hönnuður hjá Porsche í Þýskalandi
 • Margrét Kristín Pálsdóttir

  Lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu
 • Nína M. Pálmadóttir

  Markaðsstjóri Hótel Selfoss
 • Lögfræðinemar í HR

  Frá Háskólabrú í lögfræðinám
 • Thelma Dögg Árnadóttir

  Þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands
 • Sigrún Elísabeth Arnardóttir

  BA nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri
 • Fida Abu Libdeh

  Framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland
 • Páll Valur Björnsson

  Kennari við Fisktækniskóla Íslands