Fara í efni

Skólasetning Háskólabrúar Keilis fer fram á netinu

Það verður tómlegt í aðalbyggingunni, en fjölmennt á netinu
Það verður tómlegt í aðalbyggingunni, en fjölmennt á netinu

Skólasetning fyrir nýnema Háskólabrúar (bæði í fjarnámi og staðnámi) fer fram á Teams fimmtudaginn 13. ágúst 2020 kl. 10:00. 

Hertar sóttvarnarreglur hafa tekið gildi vegna COVID-19 faraldursins. Þær taka á fjölda einstaklinga sem koma saman og miðast nú við 100 manns. Þá er tveggja metra reglan í gildi og er ekki valfrjáls. Líkt og undanfarna mánuði fylgjumst við með framvindu mála og bregðumst við ábendingum yfirvalda. Við munum láta vita ef hertar reglur hafa áhrif á skólahald haustannar. 

Breytt skólahald vegna COVID

Vegna fjöldatakmarkanna verður skólasetningin í fjarfundaformi á Teams að þessu sinni. Starfsmenn Háskólabrúar, námsráðgjafar og tæknimenn munu vera til staðar og svara spurningum. Hópefli nýnema fellur því miður niður.

Þá verða allar vinnulotur í ágústmánuði hjá fjarnemum í fjarfundi vegna gildandi reglna um samkomubann.

Skrifstofa Keilis er opin frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga. Hægt er að nálgast allar almennar upplýsingar á heimasíðu skólans, með því að senda póst á askolabru@keilir.net eða í síma 578 4000.