Fara í efni

Ánægðar mæðgur úr Háskólabrú Keilis

Guðrún Edda og Fjóla Guðrún
Guðrún Edda og Fjóla Guðrún

Mæðgurnar Guðrún Edda Haraldsdóttir og Fjóla Guðrún Friðriksdóttir luku samtímis Háskólabrú Keilis sumarið 2019.

„Ég var búin að draga það að klára stúdentsprófið. Þegar ég lét loks slag standa ákvað mamma að koma með mér en hún stóð á tímamótum eftir að hafa selt fyrirtækið sitt. Keilir breytti allri sýn minni á nám, þar öðlaðist ég trú á sjálfri mér. Kennararnir höfðu það mikil áhrif á mig að ég er nú sjálf komin í kennslufræði í Háskóla Íslands,“ segir Guðrún Edda Haraldsdóttir, sem dúxaði Háskólabrú Keilis árið 2019.

Móðir hennar, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, skráði sig líka í námið til að styðja dóttur sína og útskrifaðist á sama tíma og hefur nú stofnað annað fyrirtæki.