Fara í efni

Háskólabrú hefst næst í ágúst 2021

Háskólabrú Keilis í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu, hefst næst í ágúst 2021.

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír. Hægt er að taka Háskólabrú í staðnámi, fjarnámi, með vinnu og með undirbúningi. Þá býðst núverandi nemendum Háskólabrúar að taka sumarönn 2021. Nám á félagsvísinda- og lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild og hugvísindadeild tekur tvær annir fyrir þau sem taka námið á fullum hraða. Námið er þrjár annir fyrir þá nemendur sem stunda nám á verk- og raunvísindadeild.

Miðað er við að nemendur séu orðnir 23 ára og hafi lokið 70 einingum (117 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja einingakerfinu) á framhaldsskólastigi. Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 6 einingum (10 feiningum) í hverju af grunnfögunum þremur, þ.e. í stærðfræði, íslensku og ensku. Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.

Við hvetjum þau sem eru óviss um hvort þau uppfylli inntökukröfur að hafa samband og við förum yfir þetta saman.

Sækja um