Fara í efni

Opið fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustið 2021

Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustönn 2021. Við hvetjum áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega en umsóknarfrestur er til 14. júní næstkomandi.

Boðið er upp á Háskólabrú í fjarnámi, staðnámi og með vinnu á fjórum mismunandi deildum: félagsvísinda- og lagadeild, hugvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild ásamt verk- og raunvísindadeild.

Þeim sem vantar allt að 20 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám á Háskólabrú Keilis stendur til boða að taka Háskólabrú með undirbúningsáföngum. Þar er hægt að sækja undirbúningsáfanga í Opnum framhaldsskólaáföngum í sumar og hefja nám á Háskólabrú í framhaldinu. Þeir sem hyggjast nýta sér þennan kost þurfa að sækja um snemma þar sem nægur tími þarf að gefast til að ljúka áföngum áður en nám hefst í haust.

 

Umsóknarfrestur til 14. júní 2021

Spyrjast fyrir um nám á Háskólabrú