Flugakademía Íslands býður upp á kennslu í kennslufræðum sem veita flugkennararéttindi og áritanir. Einnig er boðið upp á upprifjunarnámsskeið og endurnýjanir fyrir flugkennara. Næsta upprifjunarnámskeið fer fram dagana 15. - 16. febrúar.
Endurþjálfunarnámskeiðið er ætlað þeim flugkennurum sem eru þegar handhafar FI/IRI/CRI (A) flugkennaraáritunar og þurfa að uppfylla ákvæði Part FCL reglugerðar um viðhald eða endurnýjun áritunar. Að loknu námskeiði verður gefin út skjal af hálfu Flugakademíu Íslands til staðfestingar á setu námskeiðs og nota ber við endurnýjun flugkennaravottunar hjá Samgönguyfirvöldum.
- Næsta námskeið fer fram dagana 15. - 16. febrúar.
- Námskeiðið er tveggja kvölda námskeið og er haldið kl. 17:00 - 22:00, með fyrirvara um lágmarksþáttöku.
- Staðsetning: Námið fer fram í húsnæði Flugakademíu Íslands að Flatahrauni í Hafnarfirði.
- Athugið að reglugerðarákvæði er að sitja báða daga námskeiðs.
- Skráning fer eingöngu fram í gegnum heimasíðu skólans.
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING