Áfangaskipt atvinnuflugnám hefst 16. nóvember

Áfangaskipt bóknám til atvinnuflugmannsréttind er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Bóknámið tekur mið af námsskrá, sem er birt er í samevrópskri reglugerð til útgáfu flugskírteina og stýrð er af EASA – Flugöryggisstofnun Evrópu. Bóknámið er viðurkennt innan allra ríkja evrópska efnahagssvæðisins.

Nám í atvinnuflugi er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Keilir kennir samkvæmt EASA Part-FCL stöðlum, samþykkt af Samgöngustofu. Námið tekur mið af námsskrá sem er gefin út af EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina.

Bóklegt atvinnuflugmannsnám er í boði stakt eða sem hluti af samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. Námið tekur tvær annir.

Keilir er leiðandi í vendinámi á Íslandi og er því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis í samstarfi við Oxford Aviation Academy. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.

Námið hefst næst í 16. nóvember 2020 og er umsóknarfrestur til 1. nóvember næstkomandi.

Nánari upplýsingar


Tengt efni