Næstu námskeið

Hér er að finna hvenær námskeið í Flugakademíu Íslands hefjast á árinu 2021. Við hvetjum áhugasama um að sækja um nám tímanlega þar sem umsóknir eru afgreiddar eftir því sem þær berast.

Námskeiðin eru kennd á ensku og/eða íslensku, en miðað er við að þau verði á ensku í starfstöð skólans að Ásbrú í Keflavík og á íslensku í starfstöðinni í Reykjavík. Allt námsefni er á ensku.

Vinsamlegast kynnið ykkur fyrirvara skólans hér að neðan, áður en bókun á námskeið á sér stað.