Vöntun á flugmönnum tímaspursmál eftir kófið

English version

Nýleg greining af hálfu bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Oliver Wyman, sem fjallað var um í CNN Business, spáir því að það sé aðeins tímaspursmál hvenær flugiðnaðurinn muni glíma við vöntun á flugmönnum á heimsvísu.

Þó furðulegt megi virðast í núverandi ástandi benda greiningar fyrirtækisins til þess að um 34 þúsund flugmenn muni vanta til þess að mæta eftirspurn fyrir árið 2025 og munu flugfélögin byrja að finna fyrir vöntun strax á næsta ári. Kemur það til vegna vaxandi eftirspurn flugferða bæði innan- og utanlands. Gangi ferðatakmarkanir yfir hraðar en núverandi spár gefa til kynna má áætla að vöntunin verði nær 50 þúsund flugmönnum.

Í greininni segir að þrátt fyrir að það muni taka um tvö ár fyrir farþegafjölda á heimsvísu að snúa í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn og enn lengri tíma fyrir hagnað flugfélaganna að ná sömu hæðum. Þá stýri farþegafjöldi ekki eftirspurn eftir flugmönnum. Flugtímar og fjöldi flugvéla í loftinu sé þar ráðandi þátturinn og flugferðir félaganna hefur nú þegar farið fjölgandi, fyrr en áætlað var.

Skellir í ferðamannaiðnaðinum hafa löngum fælt einstaklinga frá flugnámi og bendir greining Oliver Wyman til þess að það sama muni eiga sér stað eftir að kófið hefur riðið yfir. Og mun það ýta enn frekar undir vöntunina segir í greininni.


Tengdar fréttir