Útsýni af eldgosinu við Fagradalsfjall að ofan

Mynd: Þórarinn Ólafsson, flugkennari
Mynd: Þórarinn Ólafsson, flugkennari
 
Eins og flestir Íslendingar, sérstaklega þeir staðsettir á suðvesturhorninu, hafa tekið eftir hefur jörð skolfið á Reykjanesinu undanfarinn mánuðinn. Allt virðist það hafa verið í undirbúning fyrir eldgos sem hófst síðastliðinn föstudag í Geldingardal við Fagradalsfjall.
 
Gosið er heldur lítið og ekki áætlað að mikil hætta stafi af því. Almannavarnir hafa opnað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvum, en þó er mælst til þess að fyllstu varúðar sé gætt á vegi um svæðið sem er UNESCO hnattrænn jarðvangur. 
 
Við hér við Flugakademíu Íslands erum svo heppin að geta notið útsýnisins að ofan án nokkurar röskunar á jarðvegi. Meðfylgjandi mynd er tekin úr kennsluflugi sem fór um svæðið síðastliðna helgi.
 

Tengdar fréttir