Útskrift Flugakademíu Íslands í júní 2021

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 171 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 11. júní. Flugakademía Íslands útskrifaði 32 atvinnuflugmenn. Kári Kárason forstöðumaður Flugakademíu Íslands flutti ávarp og veitti viðurkenningar ásamt Davíð Brá Unnarssyni, skólastjóra Flugakademíunnar.

Jonas Romby Rernböck hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í atvinnuflugnámi með 9,56 í meðaleinkunn. Hlaut hann gjafabréf og módel að verðlaunum frá Icelandair ásamt gjafabréfi frá Play. Sigurður Vignir Guðmundsson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema Flugakademíu en hlaut einnig verðlaun fyrir eftirtektarverða þrautseigju og fékk gjafabréf frá True Flight Training Iceland að gjöf.

Flugakademía Íslands er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á atvinnuflugnám og hafa hátt í þrettánhundrað nemendur lokið flugnámi frá einingum skólans. 


Tengt efni