Opið fyrir umsóknir í flugnám fyrir haustið 2021

English version

Opnað hefur verið fyrir umsóknir við Flugakademíu Íslands, umsóknarfrestir eru mismunandi eftir námsleiðum en við hvetjum áhugasama til þess að sækja um tímalega.

 

Samtvinnað atvinnuflugnám

Samtvinnað atvinnuflugnám er krefjandi og þarfnast mikils sjálfsaga og vinnu við að ná settu markmiði. Námið er sniðið að þörfum þeirra sem stefna beint að frama sem atvinnuflugmenn og fylgir nemandanum í gegnum ferlið allt frá fyrstu flugferð og að atvinnuflugmannskírteini.

Að loknu námi öðlast nemendur samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda. Skólinn heldur vel utan um nemandann út námstímann og eru allir áfangar og flug (bókleg og verkleg þjálfun) skipulögð fram í tímann.

Umsóknarfrestur til 30. ágúst 2021

Spyrjast fyrir um samtvinnað atvinnuflugnám

 

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Áfangaskipt (modular) atvinnuflugnám er samsetning af tilskyldum og nauðsynlegum áföngum. Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.

Umsóknarfrestur til 30. ágúst 2021

Spyrjast fyrir um áfangaskipt atvinnuflugnám

 

Einkaflugnám

Einkaflugnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.  Að loknu námi, öðlast þú samevrópsk einkaflugmannsréttindi ( Part-FCL flugskírteini), sem veitir þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim.

Umsóknarfrestur til 30. ágúst 2021

Spyrjast fyrir um einkaflugnám

 

Flugkennaranám

Flugkennaranámið er góð leið til að öðlast frekari reynslu eftir að nemendur hafa lokið við atvinnuflugmannsnámið, og það veitir tækifæri til að bæta flugmannshæfileika sem eru eftirsóttir af flugrekendum, s.s. samvinnu tveggja flugmanna, greina hættur og grípa inn í þegar þess gerist þörf og leiðbeina öðrum flugmanni í réttan farveg.

Umsóknarfrestur til 3. maí 2021

Spyrjast fyrir um flugkennaranám

 

Vantar þig aðstoð?

Námsráðgjafar Keilis eru boðnir og búnir til þess að aðstoða tilvonandi nemendur við val á námi. Við hvetjum því þá sem eru óvissir um stöðu námsferils, hvort þeir uppfylli inntökuskilyrði eða hafa aðrar spurningar til að hafa samband og fá aðstoð.

Hafa samband við námsráðgjafa


Tengdar fréttir