Kynningarfundur um flugtengt nám

Flugakademía Keilis býður upp á mánaðarlega kynningarfundi um flugtengt nám við skólann. Við tökum vel á móti þér í óformlega kynningu á náminu og þá námsbraut sem þú hefur áhuga á. Þá gefst þér einnig gott tækifæri til að hitta kennara og skoða aðstöðu okkar.
 
Við auglýsum mánaðarlega fundi þar sem áhugasamir geta kynnt námið og fengið svör við öllum helstu spurningum um fyrirkomulag námsins. Þannig getum við hjálpað þér að taka réttu ákvörðunina. Forráðamenn umsækjenda eru að sjálfsögðu velkomnir.
 
Næsti kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 17:00 - 19:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
 
Nánari upplýsingar og skráning á fundinn hér.

Tengt efni