Keilir semur við Flugverk um þjónustu á kennsluvélum skólans

Á myndinni eru Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri…
Á myndinni eru Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, ásamt Ólafi Ægissyni og Ómari Bjarnasyni frá Flugverki.

Flugakademía Keilis hefur samið við viðhaldsfyrirtækið Flugverk um þjónustu á viðhaldi flugvéla skólans og tekur samningurinn gildi þann 1. desember næstkomandi. 

Flugverk er EASA145 samþykkt viðhaldsfyrirtæki sem hefur mikla þekkingu og áralanga reynslu á viðhaldi smáflugvéla á Íslandi. Sem liður í þjónustu þeirra við kennsluvélar Keilis mun fyrirtækið opna útibú á Keflavíkurflugvelli, en skólinn gerir út alls fjórtán Diamond flugvélar frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík 

Flugakademía Keilis hefur á undanförnum mánuðum innleitt breytt verklag vegna viðhalds á flugvélaflota skólans og er samningurinn við Flugverk liður í því ferli. Þá mun öflugt gæða- og öryggiskerfi Flugverks í framtíðinni stuðla að aukinni afkastagetu og tryggja að nemendur í atvinnuflugmannsnámi hafi greiðan aðgang að flugvélakosti skólans.


Tengt efni