Tilkynning frá Flugakademíu Íslands vegna hertra sóttvarnaraðgerða

English version

Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Flugakademíu Íslands og Keilis lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.

Við munum tryggja góðar upplýsingar til nemenda og starfsfólks á meðan þessum takmörkunum stendur en nemendur fá ítarlegri upplýsingar frá forstöðumanni Flugakademíu Íslands um tilhögun náms og þær breytingar sem af reglugerðinni leiða.

Verkleg flugkennsla með kennara er óheimil á meðan takmörkun stendur en einliðaflug (soloflug) er heimilt. Nemendur eru beðnir um að sýna aðgát og gæta  vel að hreinlæti og sóttvörnum á snertiflötum og búnaði fyrir og eftir notkun.

Á þessum tímum er jafnvel enn meiri ástæða til að nýta sér þjónustu námsráðgjafanna og eru þeir sannarlega til þjónustu reiðubúnir að aðstoða við hvað sem er. Þið getið fundið flýtileið á heimasíðunni til nálgast þá en þau eru Þóra (thora@keilir.net) og Skúli (skuli.b@keilir.net). Endilega nýtið ykkur þær rafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði til að hafa samband við annað starfsfólks skólans einnig og eftir því sem við á.

Við erum vel í stakk búin til þess að takast á við þessar breytingar og munu allir leggjast á eitt til þess að tryggja góða þjónustu við nemendur okkar á meðan á þessari tímabundnu ráðstöfun stendur. Hjá Flugakademíu Íslands starfar frábær hópur kennara og starfsfólks sem mun gera sitt allra besta við þessar aðstæður.

Upplýsingasíða ráðuneytisins um áhrif sóttvarnaráðstafana á skólastarf: mrn.is/skolastarf


Tengt efni