Hér að neðan finnur þú samantekt af spurningum um flugnám við Flugakademíu Íslands, námið, kostnað og aðstöðuna. Smelltu á þá spurningu sem þú vilt fá svar við hér fyrir neðan. Ef þú ert með frekari spurningar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á flugakademia@keilir.net.
Hin hefðbundna námsleið flugmannsins er hið svokallaða áfangaskipta nám (modular training). Náminu er því skipt upp í smærri áfanga og getur nemandi hagað námi sínu að sínum þörfum. Þess vegna er námstíminn yfirleitt frá 2-3 árum og fer eftir nemandanum að raða saman áföngum þannig að þeir falli sem best að hans þörfum og aðstæðum hverju sinni. Áfangarnir eru þá helst einkaflugmannsnám, bóklegt atvinnuflugnám (ATPL, Airline Transport Pilot License theory) og verklegt atvinnuflugnám með viðeigandi áritunum (CPL, Commercial Pilot License). Að því loknu sækir nemandi sér áhafnasamstarfsáfanga (MCC, Multi-Crew Cooperation course).
Flugakademía Íslands býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á svokallað samtvinnað atvinnuflugmannsnám (IPPP, Ingetrated Professional Pilot Program) og felast í náminu töluverðir kostir frammyfir áfangaskiptu námsleiðina en nemendur í þessu námi geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi og útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi (CPL/ME/IR) ásamt fjöláhafnasamstarfi á þotu (MCC, Multi-Crew Cooperation/JOC, Jet Orientation Course). Námstími er um 20 mánuðir.
Á meðan réttindi nemandans eru sambærileg við útskrift má telja marga kosti samtvinnuðu leiðarinnar en námið er heilsteypt og skipulagt frá grunni til enda og koma til vissir viðbótarþættir í námið sem tryggir að stöðugt er haldið við og bætt við þekkingu og færni. Sem dæmi um þessa viðbótarþjálfun eru verkefnaflug undir bæði sjónflugs- og blindflugsreglum þar sem nemendum er gert að áætla flug eftir vissum skilyrðum og eru verkefnin hönnuð til þess að styrkja aga, ákvarðanatöku, þekkingu og aðra mikilvæga þætti.
Námið heldur vel utanum nemandann út námstímann og eru allir áfangar og flug (bókleg og verkleg þjálfun) skipulögð fram í tímann.
Áfangaskipta námsleiðin bíður uppá meiri sveigjanleika sem hentar vissum nemendum betur en þá ber nemandinn meiri ábyrgð á sinni námsframvindu.
Öllum handhöfum flugliðaskírteina er skylt að vera handhafar sérstaks Part-MED heilbrigðisvottorðs. Að lokinni fullnægjandi heilbrigðisskoðun hjá fluglækni, sem fer fram í samræmi við kröfur Part-MED, gefur fluglæknir út 1. eða 2. flokks heilbrigðisvottorð. Gildistími 1. og 2. flokks heilbrigðisvottorða er mismunandi. Heilbrigðisskoðanir eru annað hvort 2. flokks sem dugir fyrir alla einkaflugmenn eða 1. flokks þar sem kröfurnar eru eilítið hærri og atvinnuflugmenn þurfa að standast.
Fyrsta flokks Part-MED heilbrigðisvottorð:
Annars flokks Part-MED heilbrigðisvottorð:
Hægt er að nálgast lista yfir samþykkta fluglækna og fluglæknasetur á Íslandi á heimasíðu Samgöngustofu.
Umsækjendur um ATPL námskeið þurfa að vera handhafar einkaflugmannsskírteinis en jafnframt mælum við með því að nemendur hafi staðist 1. flokks læknisskoðun áður en námið hefst. Umsækjendur þurfa að hafa staðgóða þekkingu á stærðfræði, ensku og eðlisfræði þegar námið hefst, í því skyni að geta tileinkað sér námsefnið. Keilir tekur gild stúdentspróf í ofantöldum greinum, en þeir sem ekki hafa stúdentspróf eiga samt sem áður kost á því að þreyta inntökupróf í þessum greinum.
Hagstæðasta og fljótlegasta námsleiðin er samtvinnað atvinnuflugnám og er innifalið í verðinu allt sem snýr að náminu og skólanum. Til viðbótar við námsgjöldin má gera ráð fyrir kostnaði vegna próftöku hjá Samgöngustofu, heilbrigðisvottorðs, heyrnatóla osfrv. Kostnaður vegna þessa er um 300.000 kr.
Samtvinnað atvinnuflugnám er námsbraut sem inniheldur allt sem nemandi þarf frá A-Ö. Námið kostar um 11 milljónir króna. Innifalið í verðinu er öll bókleg og verkleg kennsla, ásamt kennslugögnum.
Verðskrá Flugakademíu Íslands (gildir frá 1. maí 2019)
Nemendur sem útskrifast af einkaflugmannsnámskeiði fá réttindi til að þreyta próf hjá Flugmálastjórn Íslands. Nánari upplýsingar um bóklega námið er að finna hérna.
Nemendur sem útskrifast úr atvinnuflugmannsnámi hjá Keili fá rétt til að þreyta próf hjá Flugmálastjórn Íslands. Nánari upplýsingar um bóklega námið er að finna hérna.
Skrifstofa Flugakademíu Íslands er staðsett í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú (við Keflavíkurflugvöll). Bóklegt nám fer fram bæði á Ásbrú og í skólahúsnæði Tækniskólans að Flatahrauni 12 í Hafnarfirði. Verkleg kennsla fer fram bæði á Reykjavíkurflugvelli og alþjóðaflugvellinum í Keflavík.