Endurþjálfunarnámskeiðið er ætlað þeim flugkennurum sem eru þegar handhafar FI/IRI/CRI (A) flugkennaraáritunar og þurfa að uppfylla ákvæði Part FCL reglugerðar um viðhald eða endurnýjun áritunar. Að loknu námskeiði verður gefin út skjal af hálfu Flugakademíunnar til staðfestingar á setu námskeiðs og nota ber við endurnýjun flugkennaravottunar hjá Samgönguyfirvöldum.
Dagskráin er haldin í samræmi við ákvæði Part FCL skirteinareglugerðar og ítarefnis AMC1 FCL.940.FI(a)(2), þar sem farið yfir eftirfarandi efni;
Verð fyrir námskeiðið er ISK 22.000 (sjá Verðskrá Flugakademíu Íslands)
Stéttarfélög bjóða oft uppá að standa straum af slíkum námsskeiðum og eru umsækjendur hvattir til að leita sér upplýsinga hjá sínu stéttarfélagi. Starfsmenntasjóður FÍA styrkir félagsmenn FÍA á námskeið, miðað við úthlutunarreglum starfsmenntasjóðsins. Afrit af útskrift námskeiðs og kvittun skólans vegna námskeiðsgjalds, er forsenda endurgreiðslu starfsmenntasjóðs FÍA.
Umsókn og næstu námskeið
Vinsamlegast hafið samband við Flugakademíu Íslands fyrir nánari upplýsingar og skráningu á námskeiðið. Upprifjunarnámsskeið eru jafnan haldin samhliða flugkennaranámsskeiðum og miðast oft dagssetning við þau námskeið.