Endurþjálfunarnámskeið flugkennara (FI-IRI-CRI Refresher Course)

Endurþjálfunarnámskeiðið er ætlað þeim flugkennurum sem eru þegar handhafar FI/IRI/CRI (A) flugkennaraáritunar og þurfa að uppfylla ákvæði Part FCL reglugerðar um viðhald eða endurnýjun áritunar.  Að loknu námskeiði verður gefin út skjal af hálfu Keilis-Flugskóla Íslands til staðfestingar á setu námskeiðs og nota ber við endurnýjun flugkennaravottunar hjá Samgönguyfirvöldum.

Námskeiðið er tveggja kvölda námskeið og er haldið milli 17:00-22:00 í tvö kvöld, með fyrirvara um lágmarksþáttöku.

ATH.  Reglugerðarákvæði er að sitja báða daga námskeiðs.

Skráning fer eingöngu fram í gegnum heimasíðu skólans.

Dagskráin er haldin í samræmi við ákvæði Part FCL skirteinareglugerðar og ítarefnis AMC1 FCL.940.FI(a)(2), þar sem farið yfir eftirfarandi efni;

 1. Nýjar eða núgildandi reglur eða reglugerðir, með áherslu á Part FCL og starfrækslu loftfara.
 2. Kennslufræði
 3. Kennslutækni
 4. Hlutverk kennara
 5. Breytingar á landsreglugerðum i flugi
 6. Mannleg geta
 7. Flugöryggi, forvarnir vegna flugatvika og flugóhappa
 8. Flugmennska
 9. Lagaleg úrræði í flugkennslu og framkvæmd þeirra
 10. Færni í flugleiðsögu, með áherslu á nýjan eða núverandi leiðsögubúnaði
 11. Að kenna blindflug
 12. Veðurfarsleg atriði ásamt öflun þeirra
 13. Hvert það atriði sem skólinn eða samgönguyfirvöld vilja koma á framfæri.

Verð :   Sjá  Verðskrá Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands

Stéttarfélög bjóða oft uppá að standa straum af slíkum námsskeiðum og eru umsækjendur hvattir til að leita sér upplýsinga hjá sínu stéttarfélagi. 

ATH: Starfsmenntasjóður FÍA styrkir félagsmenn FÍA á námskeið, miðað við úthlutunarreglum starfsmenntasjóðsins
Afrit af útskrift námskeiðs og kvittun skólans vegna námskeiðsgjalds, er forsenda endurgreiðslu starfsmenntasjóðs FÍA.

Umsókn og næstu námskeið

Vinsamlegast hafið samband við Flugakademíu Keilis -Flugskóla Íslands fyrir nánari upplýsingar og skráningu á námskeiðið. Upprifjunarnámsskeið eru jafnan haldin samhliða flugkennaranámsskeiðum og miðast oft dagssetning við þau námskeið.

Næstu námskeið