Enskumat

Flugakademía Keilis býður uppá enskumat í samræmi við reglugerðir ICAO Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, en gerð er ákveðin krafa um hæfileika og færni í enskri tungu, samkvæmt reglugerðum um störf flugmanna,  flugumferðastjóra eða annara sem vinna í talstöðvarsamskiptum í flugheiminum.

Hvar fer matið fram?
Enskumatið getur farið á tveimur stöðum, á Ásbrú í Reykjanesbæ og í Flatarhrauni 12-14 í Hafnarfirði.  Að lokinni skráningu verður haft samband um matsstað í samráði við matsmann.

Hvað kostar matið?
Enskumat kostar 22.000 kr. Greitt er við umsókn um matið. Greiðsla fæst ekki endurgreidd, eftir að pöntun á matstíma hefur verið lögð inn.  Félagsmenn FÍA - Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna, fá kostnað sinn endurgreiddan hjá stéttarfélagi sínu, við framvísun kvittunar frá fjármálasviði skólans.

Hvað þarf ég að koma með?
Lögmæt skilríki, svo sem ökuskírteini eða vegabréf.

Hvað þarf ég að kunna eða hvernig fer matið fram?
Metið er að 6 stigum og þarf að lágmarki að standast 4. matsstig eða "operational" til að geta starfað um borð í loftfari. Nánari upplýsingar um matið má finna á þessum hlekk- Enskumat

Enskumat - tímasetning

Ef að neðangreindur tími hér hentar ekki vegna og umsækjandi er í tímaþröng,ef það eru engir tímar gefnir upp eða þig vantar almennar upplýsingar um enskumatið, skaltu hafa samband við okkur og við leysum málin.  Best er að senda póst og haft verður samband fljótlega:

Hvernig skrái ég mig?
Skráning fer í gegnum hlekkinn hér að neðan - Skráning.  Við skráningu þarf að vera með kreditkort til staðar fyrir greiðslu.