Endurnýjanir og framlengingar réttinda

Til að viðhalda færni og áritunum þarf flugmaður reglulega að mæta vissum kröfum reglugerða um flugskírteini. Keilir bíður uppá upprifjunarþjálfun fyrir upprifjun, framlengingu eða endurnýjun áritanna og er algengustu framlengingum og endurnýjunum er líst hér að neðan. Í öllum tilvikum má senda fyrirspurnir og beiðnir á flugakademia@keilir.net.

Öll þjálfun og útleiga miðast við gildandi verðskrá og einingarverð. Þjálfun gerir ráð fyrir viðeigandi kennslu og kennslugögnum ásamt útleigu viðeigandu flugvélar til hæfni- eða færniprófs með prófdómara en prófgjöld eru hins vegar ekki innifalin.

Ef skírteini er útgefið af öðru aðildarríki EASA en Íslandi ber flugmanni að kynna sér allar viðeigandi kröfur og reglugerðir er lúta að þjálfuninni en alla jafna þarf prófdómari að hafa hlotið samþykki af viðeigandi aðildarríki áður en sótt er um hæfni- eða færnipróf.

Skráðu þig á upplýsingafund hér og fáðu ráðleggingar og svör um námið og námsleiðir í boði.

 • SEP upprifjun, framlenging eða endurnýjun

  Flokksáritun á einshreyfils einstjórnarflugvél  (SEP) gildir í tvö ár. Til að framlengja SEP áritun áður en hún fellur úr gildi þarf skírteinishafi að uppfylla annað eftirtalinna skilyrða:

  •  Standast hæfnipróf með prófdómara innan þriggja mánaða áður en áritun rennur út;

  eða

  •  Ljúka 12 klst. fartíma í viðeigandi flokki innan 12 mánaða áður en áritun rennur úr gildi, þ.m.t.:
   •  6 klst. fartímar sem flugstjóri eða 12 flugtök og 12 lendingar
   •  A.m.k. 1 klst. þjálfunarflug með flugkennara (umsækjendur sem hafa staðist færnipróf eða hæfnipróf aðra fyrir flokks- eða tegundaráritun eru undanþegnir þjálfunarflugi með kennara)

  Umsækjendur sem bæði eru handhafar SEP áritunar og áritunar fyrir ferðavélsvifflugu (TMG) geta uppfyllt framangreindar kröfur í hvorum flokknum sem er að sambland af þessu og fengið framlengingu á beggja áritana.

  Sé áritunin fallin úr gildi þarf flugmaður að fá upprifjun eða mat hjá flugskóla ásamt hæfniprófi hjá prófdómara.

  Upprifjun er metin útfrá tíma frá því áritun rann út en þörf hvers og eins er breytileg og getur að endingu verið meiri eða minni eftir reynslu og réttindum hvers og eins. Áætlað verð er greitt fyrirfram en gert er upp við lok náms þannig að einungis er greitt fyrir þá þjálfun og þjónustu sem nýtt er. Færnipróf í flugvél er áætlaðir 1,5 tímar og eru prófgjöld ekki innifalin. Komi til viðbótarþjálfunar skal hún greidd fyrirfram eftir gildandi verðskrá eða þannig að flugmaður eigi að lágmarki innistæðu fyrir færniprófi.

  Tími frá því áritun rann út Upprifjun Verð
  • minna en þrír mánuðir

  Færnipróf

  € 231
  • meira en þrír mánuðir, en minna en 3 ár
  1.5 tímar í flugvél € 562
 • MEP/IR endurunýjun (Renewal)

  Flokksáritun á fjölhreyfla einstjórnarflugvél gildir í eitt ár. Til að framlengja þá áritun áður en hún fellur úr gildi þarf handhafi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  •  Standast hæfnipróf allt að þremur mánuðum áður en áritun fellur úr gildi
  •  Ljúka minnst 10 flugum á viðkomandi flokk flugvélar eða einu flugi með prófdómara (það má fara fram á meðan á hæfniprófinu stendur)

  Sé áritunin fallin úr gildi þarf flugmaður að fá upprifjun eða mat hjá flugskóla ásamt hæfniprófi hjá prófdómara.

  Upprifjun er metin útfrá tíma frá því áritun rann út en þörf hvers og eins er breytileg og getur að endingu verið meiri eða minni eftir reynslu og réttindum hvers og eins. Áætlað verð er greitt fyrirfram en gert er upp við lok náms þannig að einungis er greitt fyrir þá þjálfun og þjónustu sem nýtt er. Færnipróf í flugvél er áætlaðir 2 tímar og eru prófgjöld ekki innifalin. Komi til viðbótarþjálfunar skal hún greidd fyrirfram eftir gildandi verðskrá eða þannig að flugmaður eigi að lágmarki innistæðu fyrir færniprófi.

  Tími frá því áritun rann út   Upprifjun   Verð
  • minna en þrír mánuðir
   

  engin upprifjun

    € 838.
  • meira en þrír mánuðir, en minna en 3 ár
    1.5 tímar í flugvél   € 1.566.
  • meira en þrjú ár
    6 tímar í flugvél   € 2.964.
 • Umsókn, verð og næstu námskeið

  Verð

  Áætlað verð er að finna í lýsingum en miðast við verðskrá. Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar.

  Næstu námskeið

  Upprifjun, framlengingu og endurnýjun má taka hvenær sem er en er háð álagi, árstíma og aðgengi véla á hverjum tíma. Hér má sjá uppfærðan lista yfir næstu námskeið Flugakademíunnar.

  Sækja um

  Umsækjandi sendir fyrirspurn á ensku til yfirflugkennara cfi@keilir.net. Upplýsingar má einnig nálgast í síma 578 4040 eða með því að senda tölvupóst á netfangið flugakademia@keilir.net.