Námið er unnið til samræmis við samevrópskar reglur um flugnám, sem innleiddar eru á Íslandi frá Öryggisstofnun Evrópu (EASA) í gegnum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins).
Að loknu námi, öðlast þú samevrópsk einkaflugmannsréttindi ( Part-FCL flugskírteini), sem veitir þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim. Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám. Nánari upplýsingar um námið er hér að neðan.
Námið er ætlað þeim sem vilja verða einkaflugmenn og vilja stunda sjónflug á litlum einshreyfils flugvélum, sér og farþegum sínum til ánægju. Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám. Að loknu námi, öðlast þú samevrópsk einkaflugmannsréttindi ( Part-FCL flugskírteini), sem veitir þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim. Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.
Get ég sótt um atvinnuflugmannsnám?
Handhafi einkaflugmannsskírteins gefst kostur á að sækja um áframhaldandi nám í áfangaskiptu eða samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi, sem einnig er kennt í Flugakademíu Keilis – Flugskóla Íslands. Nemandi sem stundað hefur einkaflugmannsnámið hjá skólanum fær metið að fullu þann hluta bóknáms sem telst til grunnnáms (Basic) og að hluta verknámið, samkvæmt sérstökum reglum þar af lútandi. Í því tilefni, má viðurkenna allt að 50% af þeim tíma sem nemandinn hefur flogið fyrir námskeiðið, að hámarki 40 klst. fartíma eða 45 klst. fartíma ef næturflugsréttinda hefur einnig verið aflað. Af þessum tíma má að hámarki meta 20 klst. fartíma upp í kröfurnar um blindflugstíma með kennara, ef nemandi er einnig handhafi að blindflugsáritun.
Nemandi sem velur að verða einkaflugmaður fyrst, þarf hins vegar að uppfylla allar forkröfur um samtvinnað/áfangaskipt atvinnuflugmannsnám, m.a. um menntastig, heilbrigðiskröfur og önnur inntökuskilyrði atvinnuflugmannsnáms og mælumst við því til, að umsækjendur að námi kynni sér því kosti námsleiðar samtvinnaðs atvinnuflugmanns vel.
Bóklega námið felst í 100 klukkustunda (150 kennslustundir) námskeiði sem kennt er í kvöldskóla. Bóklegir kennarar eru að öllu jöfnu starfandi flugkennarar skólans, þó að í vissum fögum gæti verið fenginn til kennslu sérmenntaður einstaklingur í þeirri grein.
Bóklegt einkaflugmannsnám eru samansett af 9 námsgreinum, sem raðað er upp á stundaskrá hverju sinni. Námið tekur um þrjá mánuði. Öll nauðsynleg námsgöng, kennsla og námsefni sem er aðgengileg í gegnum kennslukerfi skólans eru innifalin í námsgjaldi.
Námsgreinar í einkaflugmannsnámi eru;
Hver námsgrein er lokið með skólaprófi og þegar nemandi hefur staðist öll skólaprófin, með lágmarkseinkunn 75% (7,5), fær hann í framhaldinu próftökurétt skólans til að þreyta bókleg einkaflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu verður að vera lokið innan 18 mánaða, frá fyrstu próftöku til þess síðasta. Að því loknu, mun viðkomandi hafa 24 mánuði til að þreyta verklegt einkaflugmannspróf og öðlast einkaflugmannsskírteini.
Það er kjörið að fljúga samhliða bóklega náminu og gefst nægur tími til upplestrar og heimalærdóms milli innilota. Námið er krefjandi og ráðleggur skólinn að nemendur nýti sér til fullnustu allan þann tíma sem laus er, til að stunda einkaflugmannsnámið.
Verklegt flugnám byggir á að lágmarki 45 klst. flugtímum á flugi, með og án flugkennara eftir tilvikum og þar af að skal minnsta kosti 25 klst. vera flognar með flugkennara og 10 klst. í einliðaflugi undir leiðsögn flugkennara. Námið byggir á staðarflugi (local) þar sem æfðar eru t.d. lendingar og flugtaksæfingum á flugvelli með mismunandi tækni, flugæfingar í æfingasvæði, svo og yfirlandsflugi.
Auk nokkurra yfirlandsfluga í náminu, skal eitt einliðaflug í yfirlandsflugi vera framkvæmt sem hljóðar upp á a.m.k. 150 NM (280 km) vegalengd, með stöðvunarlendingum á tveimur mismunandi flugvöllum.
Að loknu verklegu námi þarf nemandinn að standast 1,5 klst. verklegt flugpróf með prófdómara. Skilyrði fyrir útskrift úr verknámi, er að hafa lokið öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu og framvísa skólanum sönnun þess, áður en verklegt flugpróf framkvæmt.
Námsgreinar
Námsgögn
Kennsluefni fyrir flugnemaskírteini, handbækur flugvéla. Kennsluáætlun fyrir einkaflugpróf og flugæfingar samkvæmt þjálfunarbók.
Sólóprófið - Flugnemaréttindi
Flugnemar taka mikilvægt skref í átt að einkaflugmannsréttindum sínum þegar þeir fljúga fyrsta skipti einir síns liðs. Sá áfangi er kallaður sólóprófið(einliðaflug) og er einna eftirminnilegasti hluti flugnámsins. Eftir að hafa náð að taka á loft og lenda einsamall, hefur flugneminn sannað hæfni sína og fær útgefið flugnemaskírteini. Þá heldur kennslan áfram og nemandinn flýgur bæði með kennara og æfir sig einn, samkvæmt námskránni.
Sólóprófið (einliðaflug) taka menn oftast eftir að 15-20 klst flugkennslu.
Kennslumat/kröfur
Nemendur eru metnir af flugkennara fyrir fyrsta einflug. Stöðugt endurmat á sér stað á meðan náminu stendur en þegar líður að lokum eru nemendur metnir og farið yfir öll helstu atriði færniprófs fyrir útgáfu einkaflugmannsskírteinis.
Verðskrá Flugakademíu Íslands (gildir frá 1. maí 2019)
Frekari upplýsingar má nálgast í síma 578 4040 eða með því að senda tölvupóst á netfangið flugakademia@keilir.net