Bóklegt atvinnuflugmannsnám (ATPL Theory)

Bóklegt atvinnuflugmannsnám er í boði stakt eða sem hluti af samtvinnuðu eða áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi. Námið tekur tvær annir og eru nám í boði vor, sumar og haust.

Námið er í höfuðstöðvum Keilis að Ásbrú en þar er að finna fyrsta flokks kennsluaðstöðu, mikið og fjölbreytt skólalíf og mötuneyti.

Keilir er leiðandi í vendinámi á Íslandi og er því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis í samstarfi við Oxford Aviation Academy. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.

Staðsetning Keilis býður upp á fjölda tækifæra til heimsókna og skoðunarferða til fyrirtækja er starfa í umhverfi alþjóðaflugvallar. Fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á búsetu á svæðinu á meðan á námstímanum stendur getur Keilir boðið upp á nútímalegar íbúðir á hagstæðu verði í fjölskylduvænu umhverfi.

 • Almennar upplýsingar

  Við bjóðum upp á þjálfun á samkeppnishæfu verði án þess að fórna gæðum. Ísland býr yfir langri flughefð sem gegnir stöðugt mikilvægu hlutverki í innviðum landsins. Það hefur greitt fyrir jákvæðum aðstæðum fyrir flugfélög og flugskóla, og gjöldin fyrir að fá leyfi og hafa það eru almennt lægri en í öðrum löndum. Að auki eru engin lendingargjöld og það ásamt sparneytnum flugvélum okkar þýðir að við getum boðið upp á afar samkeppnishæft verð.

  Almennt

  • Allt nám skólans er almennt greitt fyrirfram samkvæmt námsmannasamningi. Öll innborgun fer á innistæðu viðskiptavins sem er honum aðgengileg hjá bókhaldsdeild skólans meðan á námi stendur. Allt verklegt flugnám er dregið er frá innistæðu að loknu flugi.
  • Bókleg námsskeið eru gjaldfærð frá innistæðu nemanda tveim vikum áður en það hefst eða eftir nánara samkomulagi við fjármálasvið skólans.
  • Greiðslum er almennt dreift yfir lengri námstímabil þannig að gert sé ráð fyrir nægri innistæðu fyrir þjálfun á hverjum tíma.
  • Hægt er að skipta eða dreifa greiðslum gegn þjónustugjaldi.
  • Greiðsluseðlar eru almennt sendir út með tölvupósti og birtast þá ekki á heimabanka. Upplýsingar um greiðsluform berast í sama pósti.

  Greiðslumiðlar

  • ef greitt er með American Express, þá bætist við 2.9% aukagjald
  • ef greitt er með öðrum kreditkortum bætist við 1.7% aukagjald

  Erlendir Gjaldmiðlar

  Þar sem nám skólans eru einnig markaðssett erlendis geta mörg námsskeið og verð þeirra verið umbreytt í erlendan gjaldmiðil.

  • Ef námið er gefið upp í erlendum gjaldmiðli gildir miðgengi Seðlabanka Íslands á þeim degi sem greiðslan er ynnt af hendi. Dragist greiðsla fram yfir eindaga skal miðast við gengi á eindaga, en búast má við reikningi fyrir dráttarvöxtum.
  • Þegar verð miðast við erlendan gjaldmiðil, er það umreiknað verð frá íslenskum krónum og einungis til upplýsinga þar sem gengið er breytilegt frá degi til dags.Erlendir gjaldmiðlar, ef þeir eru birtir á heimasíðu, eru því til upplýsinga á eftirfarandi gengi. Athugið að gengið er uppfært handvirkt á heimasíðu en hægt er að nálgast nákvæmari upplýsingar á heimasíðu Seðlabanka Íslands.
 • Námsyfirlit

  Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.

  Námsgreinar

  • Lög og reglur um loftferðir og flugstjórnaraðferðir
  • Almenn þekking á loftförum - Skrokkar og kerfi, rafkerfi, hreyflar, neyðarbúnaður
  • Almenn þekking á loftförum - Mælitæki
  • Massi og jafnvægi - Flugvélar/þyrlur
  • Afkastageta
  • Áætlanagerð
  • Mannleg geta og takmörk
  • Flugveðurfræði
  • Almenn siglingafræði
  • Flugleiðsögutækni
  • Verklagsreglur í flugi
  • Flugfræði
  • Fjarskipti

  Atvinnuflugmannspróf

  Að loknu bóklegu námi og skólaprófum þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein. 

  Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (4) og hámarskfjölda prófsetna (6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun. 

  Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.

 • Inntökuskilyrði

  • Vera handhafi einkaflugmannsskírteinis (PPL - Private Pilot License)
  • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate)
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hreint sakarvottorð
   Við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun.
   Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
  • Stúdentspróf eða staðist inntökupróf Keilis í stærðfræði og ensku
   • Inntökupróf í stærðfræði: Almenn algebra (fullstytting brota, þáttun, lausn jafna o.s.frv.) · Rúmfræði · Hornaföll · Talnalínan (Náttúrulegar tölur, Ræðar tölur, Rauntölur) · Einföld diffrun og heildun · Rætur og veldi · Logaritmar · Jöfnuhneppi · Mengjafræði · Hlutfallsreikningur (prósentur) · Einfaldur líkindareikningur
   • Inntökupróf í ensku: Góður skilningur á ritmáli og leikni í að koma frá sér stuttum ritgerðum á ensku. Málfræði eða góð stafsetning er ekki skilyrði.
 • Innifalið í námsgjöldum

  Innifalið í námsgjöldum

  • Tvær annir í kennslustofu
  • ATPL námsbækur frá OAA - Oxford Aviation Academy
  • Aðgangur að kennslukerfi Keilis og OAA
  • Afnot af iPad uppsettur fyrir þarfir nemandans
  • Námsmat og stuðningur á námstíma
  • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
  • Skyrtur, bindi og strípur
  • Bókleg skólapróf samkvæmnt stundaskrá (fyrsta seta)