Bóklegt atvinnuflugmannsnám (ATPL Theory)

Bóklegt atvinnuflugmannsnám er í boði stakt eða sem hluti af samtvinnuðu eða áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi. Námið tekur tvær annir og eru nám í boði vor, sumar og haust.

Námið er í höfuðstöðvum Keilis að Ásbrú en þar er að finna fyrsta flokks kennsluaðstöðu, mikið og fjölbreytt skólalíf og mötuneyti.

Keilir er leiðandi í vendinámi á Íslandi og er því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis í samstarfi við Oxford Aviation Academy. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.

Staðsetning Keilis býður upp á fjölda tækifæra til heimsókna og skoðunarferða til fyrirtækja er starfa í umhverfi alþjóðaflugvallar. Fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á búsetu á svæðinu á meðan á námstímanum stendur getur Keilir boðið upp á nútímalegar íbúðir á hagstæðu verði í fjölskylduvænu umhverfi.

 • Námsyfirlit

  Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.

  Námsgreinar

  • Lög og reglur um loftferðir og flugstjórnaraðferðir
  • Almenn þekking á loftförum - Skrokkar og kerfi, rafkerfi, hreyflar, neyðarbúnaður
  • Almenn þekking á loftförum - Mælitæki
  • Massi og jafnvægi - Flugvélar/þyrlur
  • Afkastageta
  • Áætlanagerð
  • Mannleg geta og takmörk
  • Flugveðurfræði
  • Almenn siglingafræði
  • Flugleiðsögutækni
  • Verklagsreglur í flugi
  • Flugfræði
  • Fjarskipti

  Atvinnuflugmannspróf

  Að loknu bóklegu námi og skólaprófum þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein. 

  Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (4) og hámarskfjölda prófsetna (6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun. 

  Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.

 • Inntökuskilyrði

  • Vera handhafi einkaflugmannsskírteinis (PPL - Private Pilot License)
  • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate)
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hreint sakarvottorð
   Við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun.
   Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
  • Stúdentspróf eða staðist inntökupróf Keilis í stærðfræði og ensku
   • Inntökupróf í stærðfræði: Almenn algebra (fullstytting brota, þáttun, lausn jafna o.s.frv.) · Rúmfræði · Hornaföll · Talnalínan (Náttúrulegar tölur, Ræðar tölur, Rauntölur) · Einföld diffrun og heildun · Rætur og veldi · Logaritmar · Jöfnuhneppi · Mengjafræði · Hlutfallsreikningur (prósentur) · Einfaldur líkindareikningur
   • Inntökupróf í ensku: Góður skilningur á ritmáli og leikni í að koma frá sér stuttum ritgerðum á ensku. Málfræði eða góð stafsetning er ekki skilyrði.
 • Innifalið í námsgjöldum

  Innifalið í námsgjöldum

  • Tvær annir í kennslustofu
  • ATPL námsbækur frá OAA - Oxford Aviation Academy
  • Aðgangur að kennslukerfi Keilis og OAA
  • Afnot af iPad uppsettur fyrir þarfir nemandans
  • Námsmat og stuðningur á námstíma
  • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
  • Skyrtur, bindi og strípur
  • Bókleg skólapróf samkvæmnt stundaskrá (fyrsta seta)