Bóklegt atvinnuflugmannsnám er í boði stakt eða sem hluti af samtvinnuðu eða áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi. Námið tekur tvær annir og eru nám í boði vor, sumar og haust.
Námið er í höfuðstöðvum Keilis að Ásbrú en þar er að finna fyrsta flokks kennsluaðstöðu, mikið og fjölbreytt skólalíf og mötuneyti.
Keilir er leiðandi í vendinámi á Íslandi og er því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis í samstarfi við Oxford Aviation Academy. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.
Staðsetning Keilis býður upp á fjölda tækifæra til heimsókna og skoðunarferða til fyrirtækja er starfa í umhverfi alþjóðaflugvallar. Fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á búsetu á svæðinu á meðan á námstímanum stendur getur Keilir boðið upp á nútímalegar íbúðir á hagstæðu verði í fjölskylduvænu umhverfi.
Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.
Námsgreinar
Atvinnuflugmannspróf
Að loknu bóklegu námi og skólaprófum þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.
Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (4) og hámarskfjölda prófsetna (6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun.
Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.
Innifalið í námsgjöldum