Flugakademía Íslands býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu.
Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám fer fram samkvæmt sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 fög sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá kl. 9 - 16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.
Áfangaskipt (modular) atvinnuflugmannsnám er samsetning af tilskyldum og nauðsynlegum áföngum.
Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.
Áfangarnir sem nemandinn verður að ljúka til þess að geta byrjað að sækja um hjá flugfélögum:
Að auki þarf umsækjandi að mæta ströngum tíma- og reynslukröfum á námsleiðinni.
Þótt tímasöfnunin sé ekki eiginlegur áfangi er hún engu að síður nauðsynlegur liður í áfangaskiptu atvinnuflugnámi en hverjum áfanga eru settar lágmarkskröfur um reynslu við upphaf og endi. Nemandinn getur sótt sér þessa reynslu hvar sem er í heiminum en gæta þarf þó að því að þeir séu rétt skráðir og eftir viðeigandi forsendum.
Flugmaður í áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi þarf í heildina um 80 flugtíma umfram lágmarkskennslu eftir einkaflugmannsnám til að mæta inntökuskilyrðum og lágmarkskröfum til útgáfu CPL/ME/IR skírteinis og áritana. Þannig er flugmaður með um 130 tíma við upphaf verklegs atvinnuflugmannsnáms. Þegar tímarnir eru flognir skal hafa eftirfarandi í huga:
Fyrir fullt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám skal umsækjandi:
Stúdentspróf /sambærilegt nám ( a.m.k 200 ein ), með að minnsta kosti eftirfarandi lágmarkseiningar í eftirtöldum greinum;
Ef þessar einingar eru ekki til staðar, er hægt að þreyta inntökupróf hjá okkur í stærðfræði, eðlisfræði og ensku.
Þeir sem þurfa á að halda, geta leitað í áfanga sem er í boði, svo sem hlaðborð Keilis eða aðra sambærilega áfanga á netinu áður en farið er í inntökuprófin. Nánari upplýsingar um Hlaðborð Keilis er HÉR
Áfangaskipt atvinnuflugnám hefst næst 16. nóvember 2020. Námið er ætlað þeim sem eru handhafar PPL skírteina og vilja hefja atvinnuflugmannsnám.
Bóklegt atvinnuflugmannsnám í 650 klst námskeiði sem kennt er á þremur önnum. Innifalið í skólagjöldum eru einkennisfatnaður, kennslubækur, aðgangur að fjarnámskerfi fugakademíunnar þar sem er að finna mikið magn af útskýringum, verkefnum og öðru efni tengdu hverju fagi fyrir sig, nemendur þurfa að eiga flugreiknistokk og plotter.
Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er nú lánshæft 4 anna nám hjá LÍN, bæði bóklegt nám og verklegt atvinnuflugmannsnám. Nemandi í áfangaskiptu atvinnuflugmannsnám, mun hins vegar eingöngu geta fengið metið 2 annir lánshæfar hjá LÍN. Þeir sem metnir eru inn í samtvinnað atvinnflugmannsnám, sem handhafar að PPL(A) einkaflugmannsskírteini, geta ekki fengið 1 önnin metna hjá LÍN, eingöngu annir 2-4.
Bóklegt atvinnuflugnám: Verðskrá
Innifalið í námsgjöldum:
Ekki innifalið í námsgjöldum:
Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám er því miður ekki lengur lánshæft hjá MSN sem hluti af námi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu MSN
Samtvinnuðu atvinnuflugmannsnám er að fullu lánshæft nám hjá MSN til 4 anna og vill skólinn benda á þá leið, fyrir umsækjendur.