Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél), þarf nemandinn að læra nýjar venjur og nýjar samskiptareglur. Starfsreglur um borð í slíkum flugvélum, eru ólíkar því sem gerist í þeim flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.
Áhafnasamstarfsnámskeið (MCC)
Námskeiðið snýst um að læra undirstöðu samstarfsins: Sameiginlega ákvarðanatöku, samskipti, verkaskiptingu, notkun gátlista, gangvirkt eftirlit, og stuðning í gegnum alla þætti flugsins undir venjulegum og óvenjulegum aðstæðum sem og í neyðartilvikum. Þetta eru þættir sem eru yfirleitt ekki hluti af tegundaáritunum fjölstjórnarflugvéla og er námskeið í áhafnasamstarfi því skylda áður en menn fá að sækja slíka þjálfun.
Á námskeiði í MCC skal vera minnst 25 tíma kennsla og æfingar í bóklegum greinum og 20 tíma þjálfun í áhafnasamstarfi. Nota skal til þess flugleiðsöguþjálfa II MCC (FNPT II) eða flughermi. ALSIM ALX er notaður til þessara þjálfunar.
Jet Orientation Course (JOC)
Í boði er að bæta við áhafnasamstarfsnámskeið, námi til þotuflugs (JOC), en slíkt nám er krafist af stærri flugrekendum sem starfrækja þotur í rekstri sínum.
JOC námskeiðið tekur um 4-6 daga og samanstendur af 16 klst í flughermi ásamt samtals 10 klst bóklegu fyrir og eftir hvern tíma. Þar er lögð meiri áhersla á þjálfun flugmanna í handflugi og að undirbúa nemendur vel fyrir inntökupróf hjá flugfélögum.
Airline Pilot Standard MCC (APS MCC)
Einnig verður nýtt námskeið sem heitir APS MCC – Airline Pilot Standard MCC námskeið í boði fljótlega, en það mun taka við af JOC námi.
Næsta MCC námskeið verður haldið dagana 26.-28. janúar 2021. Skráning fer fram hér.
Nánari upplýsingar veitir Tómas Beck.
Flughermiþjálfunin fer fram í ALSIM ALX Flight Naviagation Procedure Trainer. Í ALSIM gefst nemendum kostur á þjálfun í áhafnasamstarfi í hermi sem svipar mjög til Airbus 319 og Boeing 737NG, hvað varðar öll kerfi vélarinnar, afkastagetu og flugeiginleika. Þannig fá nemendur góða innsýn og þjálfun til að takast á við sína fyrstu tegundaráritun á þotu hjá hvaða flugrekanda sem er.