Áhafnasamstarf á þotu

Áhafnasamstarf á þotu (MCC/JOC Multi-Crew Cooperation and Jet Orientation Course) samanstendur af yfir 30 kennslustundum ásamt 20 kennslustundum í fullkomnum flughermi. Til viðbótar er mikil áhersla lögð á sjálfsnám í gegnum kennslukerfi keilis með myndböndum, verkefnum og viðbótarefni.

Markmið þjálfunarinnar er að flugmenn læri að starfa í faglegu umhverfi flugfélagana og að beita og nýta sér þekkingu og færni sína og áhafnar sinnar ásamt öllum öðrum auðlindum sem almennt eru tiltæk flugmönnum í starfsumhverfi sínu.

Áhafnasamstarf (MCC) veitir flugmanni réttindi til að starfa í fjöláhafnaflugvél svosem Airbus A330 eða Boeing B757. Kennslan fer fram í einum fullkomnasta flughermi heims sem notaður er meðal annars til þjálfunar flugmanna Icelandair. Athugið samt að námskeiðið er ekki tegundaráritun og ekki er farið of djúpt í sérstök kerfi Boeing B757 vélarinnar enda ekki markmið áfangans innan tímaramma þjálfunarinnar. Áherslan er á almenna þekkingu á þotu.

Þotuþjálfunarnámsskeið (JOC) veitir flugmanni brú á milli hægfleygari kennsluvéla í háþróaða þotu sem flýgur hraðar, hefur meiri skriðþunga og flóknari kerfi. Sú þekking sem lærist á skólabekk hefur að miklu leyti verið óhreyfð uppað þessu námskeiði en námið mun því kynna eða rifja upp þær undirstöður sem þarf til að vinna á farsælan hátt í þessu krefjandi umhverfi ásamt því að styrkja stoðir samvinnu og fjöláhafna starfsemi í leiðinni. 

 • Námsyfirlit

  • Tímaáætlun

   Yfirlit

   Áfanginn hefst á bóklegri þjálfun og lýkur með þjálfun í flughermi. Athugið að heildarlengd náms er breytileg eftir fjölda þátttakenda og gera má ráð fyrir upplestrarhléum milli daga en markmið Flugakademíunnar er að lengd námsins sé 4 vikur. Búast má við mjög krefjandi og áköfu námi sem krefst einbeitingar, aga og miklu sjálfsnámi og undirbúnings af hálfu nemenda.

   Fyrir hverja kennslustund með kennara bæði í bóklegu og verklegu námi er fyrirfram ákveðið sjálfsnám á kennslukerfi þar sem nemandi kynnir sér þau viðfangsefni og hugtök sem tekið er fyrir í kennslu. Með þessu móti næst mun árangursríkari kennsla og nemandinn finnur sig mun virkari í tímum sem byggja helst á umræðum, gagnvirkum lærdómi og lausn vandamála.

   Bókleg þjálfun

   Bókleg þjálfun í áhafnasamstarfi á þotu er áætlað að lágmarki 30 tímar í kennslustofu og í kennslukerfi.

   Dagur 1

    

   Dagur 2

    

   Dagur 3

    

   Dagur 4

    

   Dagur 5

    

   Dagur 6

   Kynning og undirbúningur

   2:00

    

   Undirbúningur og sjálfsnám

   2:00

    

   Undirbúningur og sjálfsnám

   2:00

    

   Undirbúningur og sjálfsnám

   2:00

    

   Undirbúningur og sjálfsnám

   2:00

    

   Undirbúningur og sjálfsnám

   2:00

   Kennsla

   3:00

    

   Kennsla

   3:00

    

   Kennsla

   3:00

    

   Kennsla

   3:00

    

   Kennsla

   4:00

    

   Kennsla

   4:00

   Þjálfun í flughermi

   Þjálfun í flughermi samanstendur af 20 tímum í fullhreyfanlegum og háraunverulegum Boeing B757 flughermi. Nemendum er parað í tveggja manna áhafnir flugmanns og flugstjóra en í hverjum tíma er gert ráð fyrir 2:00 klukkustundum í hvorri stöðu.

   Fyrir hvern tíma í hermi er ítarlegt sjálfsnám og undirbúningur ásamt um 2:00 klukkustundum með kennara þar sem farið er yfir markmið tímans og sett í samhengi við áhafnarsamstarf og vinnu á þotu.

   Dagur 7

    

   Dagur 8

    

   Dagur 9

    

   Dagur 10

    

   Dagur 11

   Kennsla

   2:00

    

   Kennsla

   2:00

    

   Kennsla

   2:00

    

   Kennsla

   2:00

    

   Kennsla

   2:00

   B757

   4:00

    

   B757

   4:00

    

   B757

   4:00

    

   B757

   4:00

    

   B757

   4:00

  • Flughermir

   Boeing B757 Flugvél og flugstjórnarklefi

   Flughermirinn er af nýjustu tækni og samþykktur á stig-D fullhreyfanlegur og svo raunverulegur að flugmenn geta klárað alla þjálfun sína í herminum ásamt lágmarkskröfum um flugtak og lendingar sem venjulega er krafist fyrir farþegaflug. Einungis tveir flughermar af þessari tegund eru til fyrir B757 og er því mikil eftirsókn í herminn.

   Flughermirinn er staðsettur í Hafnarfirði og er notaður og rekinn af Iceland Air, TRU Simulation Flight Training og er samkomulag milli Keilis og TRU Simulation um notkun hermisins fyrir þjálfun.

  • Kennarar

   Kári Kárason
   Captain, B757, Icelandair

   Kári has a rich and varied experience in aviation training. He became Head of Training and founded Keilir Aviation Academy when the Academy was started in 2007. He is now a line training captain and a type rating instructor/examiner with Icelandair.

   Arnar Már Baldvinsson
   Captain, B757, Icelandair

   Addi was the original Chief Flying Instructor at the Academy together with Kári Kárason and has vast experience in all forms of training before and since then. He became a type rating instructor and line training captain on the B737 with Ryan Air before he started as a line training captain with Icelandair.

   Tómas Beck
   Captain Boeing 757, Icelandair

   Tommi had thousands of hours as an instructor when he took over from Arnar Már as Keilir’s CFI in 2010, and eventually became Head of Training for a couple of years. He is now an examiner and has recently completed his captains training with Icelandair.

   Arnar Jökull Agnarsson
   Captain, Boeing 757, Icelandair

   Arnar is a Type Rating Instructor/Examiner on the B757 and has vast experience from MCC, JOC and type ratings instruction. He is a Captain with Icelandair.

   Friðrik Ingi Ólafsson
   Captain, Airbus 321, WOW air

   Frikki has thousands of hours in multi-crew operation and has led the theoretical training department at Keilir since it’s early days. He has an excellent practical approach to theoretical training and holds reputation of excellent MCC and CRM courses throughout the years. He is a captain with WOW air on the Airbus A320 and A321.

   Davíð Brár Unnarsson
   First Officer, Boeing 757, Icelandair

   Davíð has an undying motivation for training and an extremely enthusiastic approach to both theoretical and practical training. He is a first officer with Icelandair on the Boeing 757

 • Inntökuskilyrði

  Við upphaf verklegrar þjálfunar í flughermi skal umsækjandi:

  • Vera handhafi atvinnuflugmannsskírteinis með fjölhreyfla- og blindflugs áritunum (CPLME/IR)
 • Verð og næstu námskeið

  Vinsamlegast hafið samband við okkur á flugakademia@keilir.net vegna næstu námskeiða. Athugið að takmarkað sætapláss er á hvert námskeið. Möguleiki er á fleirri dagssetningum eftir eftirspurn. 

  Verðskrá Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands (gildir frá 1. maí 2019)