Samgöngustofupróf 15. - 19. febrúar

English version

Bókleg PPL og ATPL próf hjá Samgöngustofu fara fram dagana 15. - 19. febrúar 2021. 

Próftöflu fyrir PPL-próf má finna hér
Próftöflu fyrir ATPL-próf má finna hér
Leiðbeiningar varðandi rafrænt bókunar- og greiðslukerfi má finna hér
Leiðbeiningar varðandi próftöku í bóklegum flugprófum má finna hér
Leiðbeiningar varðandi notkun á heftum í ATPL-prófum má finna hér
Mikilvægt er að próftakar kynni sér og fari eftir prófreglum. Prófreglur má finna hér

Próftakar mega hafa með sér skriffæri, óforritanlega reiknileg, flugreiknistokk (plotter), gráðuboga, áttavita og sirkil ásamt reglustiku. Próftakar í PPL prófum mega þar að auki hafa með sér Sjónflugskort í Flugleiðsögu og Afkastagetu- og áætlanagerð. Próftakar í ATPL prófum mega hafa með sér Mass and Balance: CAP 696, Flight Planning & Monitoring: Jeppesen General Student Pilot Route Manual (GSPRM 2017) og Performance: CAP 698. Önnur gögn eru óheimil og túlkast sem brot á prófreglum. Fylgigögn sem próftaki kemur með í próf mega ekki innihalda lausnir, yfir/undirstrikanir á gröfum, kortum eða nokkurs konar glósur. Skyndiskoðanir verða framkvæmdar af yfirsetumönnum. Noti próftaki fylgigögn sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði í prófi verða þau tekin af próftaka og getur hann átt yfir höfði sér 12 mánaða próftökubann hjá aðildarríkjum EASA.