Áhafnasamstarfsnám MCC
Námskeið um áhafnasamstarfsnám (MCC) er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir starf í fjölstjórnarflugvél. Næsta námskeið verður haldið 26. - 28. janúar.
Lesa meira
Sem einkaflugmaður öðlast þú samevrópsk flugmannsréttindi sem veita þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds innan landa Evrópu. Handhafi einkaflugmannsskírteins hefur kost á áframhaldandi námi í áfangaskiptu eða samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi sem einnig er kennt í Flugakademíu Íslands.
Athugið að ekki er gerð forkrafa um einkaflugmannsnám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi og mælum því með því að verðandi atvinnuflugmenn kynni sér þá námsleið vel.