Þörf fyrir 27 þúsund flugmenn fyrir árslok 2021

Mynd úr skýrslu CAE
Mynd úr skýrslu CAE

Kanadíska flugþjálfunarfyrirtækið CAE gaf á dögunum út skýrslu um horfur innan flugbransans næsta áratuginn. Fyrirtækið spáir því að eftirspurn eftir 264 þúsund nýjum flugmönnum næsta áratuginn til þess að koma til móts við vaxandi eftirspurn og starfslok þeirra sem fyrir eru innan stéttarinnar.

Líkt og kunnugt er hefur kórónuveirufaraldurinn haft gífurleg áhrif á ferðaþjónustugeirann og hefur um 87 þúsund flugmönnum verið sagt upp vegna þessa. CAE telur að þrátt fyrir þetta muni fjöldi flugmanna starfi hækka í 374 þúsund fyrir lok næsta árs. Þá verði þörf á nýliðun um 27 þúsund flugmenn fyrir árslok 2021 þar sem margir hafi náð starfslokaaldri eða breytt um starfsvettvang.

Forsendur fyrir útreikningum CAE á eftirspurn eftir flugmönnum hafa haldist óbreyttar þeim sem notast var við fyrir heimsfaraldur COVID-19. Þessu til rökstuðnings segja CAE að starfslokaaldur flugmanna sé enn óbreyttur, því muni sami fjöldi flugmanna þurfa að láta af störfum á næstu árum. Þar að auki muni flugfélög þurfa að endurnýja flugflota og bæta við fleiri flugvélum vegna fjölgun farþega sem aftur auki eftirspurn eftir flugmönnum. Spár þriðju aðila gefa einnig til kynna vöxt innan fluggeirans næsta áratuginn segir í skýrslunni.

CAE eru því jákvæðir á starfslíkur flugnema þrátt fyrir áhrif kórónuveirufaraldursins.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér


Tengdar fréttir